Hjólafólk óskar eftir samvinnu allra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 18:56 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hjólreiðafélagsins Tinds Vísir/Einar Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51