Stjórnmálastéttin hafi samþykkt að vera framkvæmdastjórar nýfrjálshyggjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, gefur lítið fyrir hræðsluáróður vegna kjarasamninga. Vísir/ernir „Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira