Stjórnmálastéttin hafi samþykkt að vera framkvæmdastjórar nýfrjálshyggjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, gefur lítið fyrir hræðsluáróður vegna kjarasamninga. Vísir/ernir „Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
„Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira