Borgaryfirvöld ráðast í aðgerðir vegna vanda heimilislauss fólks Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Á aukafundi borgarráðs Reykjavíkur sem var haldinn var í gær að beiðni minnihlutaflokka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?