Forseti Indónesíu brunar um borg og bí á bifhjóli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 23:03 Joko Widodo, forseti Indónesíu. Vísir/Getty Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018 Indónesía Lífið Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018
Indónesía Lífið Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira