Ökumaður sendiráðs braut lög með neyðarakstri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira