Vekja athygli með söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Hlíf Sigurjónsdóttir, Gunnþór Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir og Þorsteinn H. Gunnarsson. Fréttablaðið/Eyþór Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira