Annmarkar á framkvæmd kosninga í Árneshreppi en kæru um ógildingu hafnað Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 18:28 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. STÖÐ 2/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum. Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum.
Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00
Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00
Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57