Ólafia Þórunn úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 17. ágúst 2018 17:17 Ólafía Þórunn er því miður úr leik. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Indy Women In Tech-meistaramótinu en leikið er í Indianapolis um helgina. Ólafía spilaði á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn en hún fékk skolla á fyrstu holunni í dag sem gerð það að verkum að hún var komin á parið. Í kjölfarið fylgdu tíu pör í röð og á þrettándu holunni fékk Ólafía fugl. Hún var komin á einu höggi undir pari og nálgaðist niðurskurðinn óðfluga. Annar fugl fylgdi á fjórtándu og Ólafía í góðum málum en skolli á fimmtándu gerði þetta erfitt. Hún endaði hringinn á þremur pörum og þar af leiðandi á parinu í dag, samtals hringina tvo á höggi undir pari. Ólafía endaði í 98. sætinu en hún var tveimur höggum frá niðurskurðinum sem miðaðist við þrjú högg undir pari. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Indy Women In Tech-meistaramótinu en leikið er í Indianapolis um helgina. Ólafía spilaði á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn en hún fékk skolla á fyrstu holunni í dag sem gerð það að verkum að hún var komin á parið. Í kjölfarið fylgdu tíu pör í röð og á þrettándu holunni fékk Ólafía fugl. Hún var komin á einu höggi undir pari og nálgaðist niðurskurðinn óðfluga. Annar fugl fylgdi á fjórtándu og Ólafía í góðum málum en skolli á fimmtándu gerði þetta erfitt. Hún endaði hringinn á þremur pörum og þar af leiðandi á parinu í dag, samtals hringina tvo á höggi undir pari. Ólafía endaði í 98. sætinu en hún var tveimur höggum frá niðurskurðinum sem miðaðist við þrjú högg undir pari.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira