BMW-bílar í Suður-Kóreu kyrrsettir vegna eldhættu Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Bilun í eldsneytiskerfi ?BMW-bíla. Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent
Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent