Íslenskir Evrópumeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 10:30 Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson fengu bæði gull og silfur um hálsinn á meistaramóti Evrópu um helgina. Hér lyftir Axel bikarnum en með þeim eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þórs Jónsdóttir. Vísir/Getty Íslendingar gerðu góða hluti í liðakeppni atvinnukylfinga á meistaramóti Evrópu í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram. Ísland hrósaði sigri í blandaðri liðakeppni á laugardaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson kepptu saman og Skagamennirnir Birgir Leifur Hafþórsson og Valdís Þóra Jónsdóttir voru saman í liði. Ísland lék samtals á þremur höggum undir pari en Bretland varð í 2. sæti á tveimur undir pari. Samanlagt skor beggja liða taldi. Í gær lentu Axel og Birgir Leifur í 2. sæti í karlaflokki. Þeir töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleiknum, 2/0. Axel og Birgir Leifur fengu því bæði gull og silfur um hálsinn um helgina. „Þetta er æðislegt. Síðustu dagar hafa verið rosalega skemmtilegir og það er frábært að stimpla þetta inn á ferilskrána,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Síðustu vikur hafa verið góðar hjá Axel en síðustu helgina í júlí varð hann Íslandsmeistari í höggleik, annað árið í röð. Axel segir að mikil ánægja hafi verið hjá kylfingum með mótið í Skotlandi sem var haldið í fyrsta sinn í ár eins og áður sagði. „Þetta var skemmtilegt mót og allir keppendur höfðu gaman að þessu. Okkur fannst t.a.m. mjög skemmtilegt að spila með stelpunum,“ sagði Axel og bætti við að það flest hafi gengið upp þegar Ísland tryggði sér gullið í keppni blandaðra liða á laugardaginn. „Þetta gekk áfallalaust hjá okkur Ólafíu. Birgir Leifur og Valdís Þóra spiluðu svo gríðarlega vel á síðustu þremur holunum og það var gaman að landa þessum titli.“ Eftir erfiða byrjun gerðu Axel og Birgir Leifur úrslitaleikinn í karlaflokki spennandi með góðum endaspretti. „Aðstæður voru krefjandi og Spánverjarnir voru mjög góðir. Við gerðum of mörg klaufamistök,“ sagði Axel sem keppir á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Hann vonast til að árangurinn í Skotlandi gefi honum byr undir báða vængi fyrir framhaldið á Áskorendamótaröðinni. „Það er frábært að taka við verðlaunum og þetta hjálpar mér að byggja upp sjálfstraust. Það reynir að taka það góða frá þessu móti og læra af því sem miður fór,“ sagði Axel sem fer til Norður-Írlands í dag þar sem hann keppir á móti á Áskorendamótaröðinni. „Ég kem svo heim áður en ég spila restina af mótunum á tímabilinu,“ sagði Íslands- og Evrópumeistarinn Axel Bóasson að endingu. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslendingar gerðu góða hluti í liðakeppni atvinnukylfinga á meistaramóti Evrópu í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram. Ísland hrósaði sigri í blandaðri liðakeppni á laugardaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson kepptu saman og Skagamennirnir Birgir Leifur Hafþórsson og Valdís Þóra Jónsdóttir voru saman í liði. Ísland lék samtals á þremur höggum undir pari en Bretland varð í 2. sæti á tveimur undir pari. Samanlagt skor beggja liða taldi. Í gær lentu Axel og Birgir Leifur í 2. sæti í karlaflokki. Þeir töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleiknum, 2/0. Axel og Birgir Leifur fengu því bæði gull og silfur um hálsinn um helgina. „Þetta er æðislegt. Síðustu dagar hafa verið rosalega skemmtilegir og það er frábært að stimpla þetta inn á ferilskrána,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Síðustu vikur hafa verið góðar hjá Axel en síðustu helgina í júlí varð hann Íslandsmeistari í höggleik, annað árið í röð. Axel segir að mikil ánægja hafi verið hjá kylfingum með mótið í Skotlandi sem var haldið í fyrsta sinn í ár eins og áður sagði. „Þetta var skemmtilegt mót og allir keppendur höfðu gaman að þessu. Okkur fannst t.a.m. mjög skemmtilegt að spila með stelpunum,“ sagði Axel og bætti við að það flest hafi gengið upp þegar Ísland tryggði sér gullið í keppni blandaðra liða á laugardaginn. „Þetta gekk áfallalaust hjá okkur Ólafíu. Birgir Leifur og Valdís Þóra spiluðu svo gríðarlega vel á síðustu þremur holunum og það var gaman að landa þessum titli.“ Eftir erfiða byrjun gerðu Axel og Birgir Leifur úrslitaleikinn í karlaflokki spennandi með góðum endaspretti. „Aðstæður voru krefjandi og Spánverjarnir voru mjög góðir. Við gerðum of mörg klaufamistök,“ sagði Axel sem keppir á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Hann vonast til að árangurinn í Skotlandi gefi honum byr undir báða vængi fyrir framhaldið á Áskorendamótaröðinni. „Það er frábært að taka við verðlaunum og þetta hjálpar mér að byggja upp sjálfstraust. Það reynir að taka það góða frá þessu móti og læra af því sem miður fór,“ sagði Axel sem fer til Norður-Írlands í dag þar sem hann keppir á móti á Áskorendamótaröðinni. „Ég kem svo heim áður en ég spila restina af mótunum á tímabilinu,“ sagði Íslands- og Evrópumeistarinn Axel Bóasson að endingu.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira