Birgir Leifur og Axel fengu silfur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 16:52 Það rigndi í Skotlandi í dag Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga. Golf Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga.
Golf Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira