Birgir og Axel spila til úrslita Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 10:42 Axel og Birgir Leifur fagna á hringnum í morgun Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum. Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag. Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær. Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot. Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels. Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum. Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag. Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær. Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot. Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels. Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira