Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum. Fréttablaðið/Eyþór Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira