Uppgjör við erfiða reynslu Benedikt Bóas skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Stefán heima í sinni Mývatnssveit. Hann heldur tvenna útgáfutónleika. Aðra á Græna hattinum á Akureyri þann 8. september og hina í Bæjarbíói þann 14. Þrjú lög eru komin í spilun af komandi sólóplötu hans, það nýjasta er Spegilbrot. „Textinn byrjar þegar ég sá hann. Ég var bara 19 ára og varð að hlaupa smá spotta því mér fannst ég hafa séð eitthvað. Ég var aleinn þegar ég fann hann og ég hef ekki hugmynd um hvað ég var lengi einn með honum. Kannski eina mínútu og kannski hálftíma. Ég bara veit það ekki. En þetta virkaði sem heil eilífð,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Vatnið má finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur í búðir innan skamms. Þar gerir Stefán upp þá erfiðu reynslu þegar hann gekk fram á fyrrverandi samstarfsfélaga í Kísiliðjunni í Mývatnssveit látinn í fjöruborði vatnsins. Sigurgeir Stefánsson hafði farið ásamt tveimur öðrum mönnum að leggja ljósleiðara en afar slæmt veður var á þessum tíma. Allir mennirnir fórust. Sigurgeir átti stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi og ættingjar og vinir reistu fuglasafnið í Mývatnssveit í hans minningu. „Þetta er uppgjör við vatnið en ekki við slysið sem slíkt. Það eru ekki til nein svör við svona harmleik og því miður þá gerðist þetta.“ Sjálfur Magnús Þór Sigmundsson hjálpaði Stefáni við aðra texta og þá á hagyrðingurinn frábæri Friðrik Steingrímsson einnig einn. „Magnús á nokkra texta aleinn en það var alltaf samstarf. Hann er búinn að kenna mér fullt í textagerð og ég er búinn að læra mikið af að hafa hann við hlið mér. Hann hefur gefið mér sjálfstraust því oft eru þetta tilfinningar sem eru óþægilegar og mann skorti sjálfstraust til að láta vaða en hann hikar hvergi. Hann er alveg stórkostlegur maður,“ segir Stefán. Tíu lög verða á plötunni og eru þrjú komin í spilun. Það nýjasta, Spegilbrot, segir Stefán að sé klassískt grunge-lag en Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran og Hulda Björk Garðarsdóttir mezzosópran. „Það var ekki nóg að hafa bara eina,“ segir hann og hlær. Stefán hefur verið söngvari í Dimmu en nú stendur hann einn. „Ég fæ á baukinn ef þetta gengur ekki en fæ hrósið ef þetta gengur. Maður stendur svolítið og fellur með þessu hvernig sem þetta fer. Það er samt alveg rosaleg tilhlökkun að spila þetta fyrir fólk. Þeir sem þekkja mig verða ekki rosa hissa en hinn almenni hlustandi verður hugsi yfir þessu.“Miða á útgáfutónleika Stefáns má nálgast hér Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
„Textinn byrjar þegar ég sá hann. Ég var bara 19 ára og varð að hlaupa smá spotta því mér fannst ég hafa séð eitthvað. Ég var aleinn þegar ég fann hann og ég hef ekki hugmynd um hvað ég var lengi einn með honum. Kannski eina mínútu og kannski hálftíma. Ég bara veit það ekki. En þetta virkaði sem heil eilífð,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Vatnið má finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur í búðir innan skamms. Þar gerir Stefán upp þá erfiðu reynslu þegar hann gekk fram á fyrrverandi samstarfsfélaga í Kísiliðjunni í Mývatnssveit látinn í fjöruborði vatnsins. Sigurgeir Stefánsson hafði farið ásamt tveimur öðrum mönnum að leggja ljósleiðara en afar slæmt veður var á þessum tíma. Allir mennirnir fórust. Sigurgeir átti stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi og ættingjar og vinir reistu fuglasafnið í Mývatnssveit í hans minningu. „Þetta er uppgjör við vatnið en ekki við slysið sem slíkt. Það eru ekki til nein svör við svona harmleik og því miður þá gerðist þetta.“ Sjálfur Magnús Þór Sigmundsson hjálpaði Stefáni við aðra texta og þá á hagyrðingurinn frábæri Friðrik Steingrímsson einnig einn. „Magnús á nokkra texta aleinn en það var alltaf samstarf. Hann er búinn að kenna mér fullt í textagerð og ég er búinn að læra mikið af að hafa hann við hlið mér. Hann hefur gefið mér sjálfstraust því oft eru þetta tilfinningar sem eru óþægilegar og mann skorti sjálfstraust til að láta vaða en hann hikar hvergi. Hann er alveg stórkostlegur maður,“ segir Stefán. Tíu lög verða á plötunni og eru þrjú komin í spilun. Það nýjasta, Spegilbrot, segir Stefán að sé klassískt grunge-lag en Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran og Hulda Björk Garðarsdóttir mezzosópran. „Það var ekki nóg að hafa bara eina,“ segir hann og hlær. Stefán hefur verið söngvari í Dimmu en nú stendur hann einn. „Ég fæ á baukinn ef þetta gengur ekki en fæ hrósið ef þetta gengur. Maður stendur svolítið og fellur með þessu hvernig sem þetta fer. Það er samt alveg rosaleg tilhlökkun að spila þetta fyrir fólk. Þeir sem þekkja mig verða ekki rosa hissa en hinn almenni hlustandi verður hugsi yfir þessu.“Miða á útgáfutónleika Stefáns má nálgast hér
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira