Mætti klukkutíma of snemma en var samt síðastur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 09:00 Martin Hermannsson í leik í frönsku deildinni. Hér er hann með Cedric Heitz sem þjálfaði lið Chalons-Reims. Vísir/Getty Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson er byrjaður á fullu með þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín og honum finnst að metnaðurinn sé meiri þar en hann hefur áður kynnst á körfuboltavellinum. Martin Hermannsson hefur spilað í Frakklandi undanfarin tvö tímabil, fyrst með Etoile de Charleville-Mezieres í B-deildinni og svo með Chalons-Reims í A-deildinni. Martin stóð sig frábærlega bæði tímabilinu og hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á ferlinum. Nú er hann kominn til áttfaldra Þýskalandsmeistara í Alba Berlin og Martin fór yfir fyrstu kynni sín af félaginu í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt,“ sagði Martin í viðtalinu.Martin Hermannsson í leik með Chalons-Reims í frönsku A-deildinni í fyrra.Vísir/Getty„Ég taldi mig vera að gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur,“ sagði Martin í fyrrnefndu viðtali. Martin er ekki í Frakklandi lengur svo mikið er víst. „Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því,“ sagði Martin í viðtalinu við Kristján sem má sjá hér. Martin lék sinn fyrsta æfingaleik með Alba Berlín í gærkvöldu og var þá í byrjunarliðinu. Hann skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum í góðum sigri á pólsku meisturunum í Zielona Gora.106:92-Sieg im ersten Testspiel der Saison vs @basket_zg. Sechs Spieler zweistellig:@PeypeySiva3 16pt 8as 5rb Giffey 16pt 4rb Thiemann 16pt 5rb@LCSikma43 15pt 5rb 3as Giedraitis 14pt 4rb@hermannsson15 12pt 5as 2rb pic.twitter.com/bu56hKm9Br — ALBA BERLIN (@albaberlin) August 27, 2018Martin hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en 2 af 4 vítum hans fóru reyndar forgörðum. Hann stal einum bolta og fiskaði líka þrjár villur. Þessi frammistaða kemur ofan á það að Martin fór úr lið á æfingu í síðustu viku eins og kom fram í Morgunblaðinu en KR-ingurinn hristi það af sér og gat spilað leikinn í gær. Kannski var fingurinn að trufla hann aðeins á vítalínunni.Gestern bei @albaberlin: Während Martin @hermannsson15 vermessen wird & wie das restliche Team u.a. Reisestrümpfe für die Saison erhält, sorgen Dennis Clifford @Dcliff_eats und Luke @LCSikma43 für Stimmung beim Produkt-Shooting. Hat echt Spaß gemacht mit Euch! #mitleibundseelepic.twitter.com/eKzGClCsEc — Bauerfeind AG (@bauerfeindag) August 23, 2018 Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson er byrjaður á fullu með þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín og honum finnst að metnaðurinn sé meiri þar en hann hefur áður kynnst á körfuboltavellinum. Martin Hermannsson hefur spilað í Frakklandi undanfarin tvö tímabil, fyrst með Etoile de Charleville-Mezieres í B-deildinni og svo með Chalons-Reims í A-deildinni. Martin stóð sig frábærlega bæði tímabilinu og hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á ferlinum. Nú er hann kominn til áttfaldra Þýskalandsmeistara í Alba Berlin og Martin fór yfir fyrstu kynni sín af félaginu í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt,“ sagði Martin í viðtalinu.Martin Hermannsson í leik með Chalons-Reims í frönsku A-deildinni í fyrra.Vísir/Getty„Ég taldi mig vera að gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur,“ sagði Martin í fyrrnefndu viðtali. Martin er ekki í Frakklandi lengur svo mikið er víst. „Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því,“ sagði Martin í viðtalinu við Kristján sem má sjá hér. Martin lék sinn fyrsta æfingaleik með Alba Berlín í gærkvöldu og var þá í byrjunarliðinu. Hann skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum í góðum sigri á pólsku meisturunum í Zielona Gora.106:92-Sieg im ersten Testspiel der Saison vs @basket_zg. Sechs Spieler zweistellig:@PeypeySiva3 16pt 8as 5rb Giffey 16pt 4rb Thiemann 16pt 5rb@LCSikma43 15pt 5rb 3as Giedraitis 14pt 4rb@hermannsson15 12pt 5as 2rb pic.twitter.com/bu56hKm9Br — ALBA BERLIN (@albaberlin) August 27, 2018Martin hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en 2 af 4 vítum hans fóru reyndar forgörðum. Hann stal einum bolta og fiskaði líka þrjár villur. Þessi frammistaða kemur ofan á það að Martin fór úr lið á æfingu í síðustu viku eins og kom fram í Morgunblaðinu en KR-ingurinn hristi það af sér og gat spilað leikinn í gær. Kannski var fingurinn að trufla hann aðeins á vítalínunni.Gestern bei @albaberlin: Während Martin @hermannsson15 vermessen wird & wie das restliche Team u.a. Reisestrümpfe für die Saison erhält, sorgen Dennis Clifford @Dcliff_eats und Luke @LCSikma43 für Stimmung beim Produkt-Shooting. Hat echt Spaß gemacht mit Euch! #mitleibundseelepic.twitter.com/eKzGClCsEc — Bauerfeind AG (@bauerfeindag) August 23, 2018
Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum