„Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2024 09:00 Sara Rún Hinriksdóttir í leik í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor Vísir/Diego Ein besta körfuboltakonan landsins hefur sett hring utan um leik í bikarkeppninni í dagatalið. Sara Rún stefnir á endurkomu gegn Njarðvík í desember. Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur verið að glíma við meiðsli í hásin undanfarnar vikur. Hún hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu með Keflvíkingum, en liðið vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Keflavík mætir Njarðvík í bikarnum 7. desember og ætlar Sara að vera klár þá. „Ég held að það sé alltaf mjög erfitt fyrir alla leikmenn að verða fyrir meiðslum en þetta er partur af þessu. Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér en ég er öll að koma til núna,“ segir Sara í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Samviskubit Hún segist fá samviskubit yfir því að vera bregðast liðsfélögum sínum þegar hún er fjarverandi vegna meiðsla.„Þetta er öðruvísi hérna heima, en þegar það gengur vel þá líður manni kannski ekki eins illa. En ef það gengur ekki nægilega vel þá er erfitt að upplifa eins og maður ætti að vera hjálpa, og líka erfitt að segja öðrum til þegar maður getur ekkert gert sjálf.“ Sara Rún hefur verið að glíma við meiðsli í hásin. Í úrslitakeppninni í vor hélt Sara að hún væri mögulega að slíta hásin. „Þetta var í raun þannig en síðan kemur í ljós að sinin hefur farið aðeins í sundur og það er eitthvað bein að myndast þarna, ég kann ekki að segja frá þessu. Ég er að styrkja mig og ætti að vera komin til baka eftir nokkrar vikur. Ég er að horfa á einn leik til að koma til baka í og það er í bikarnum, gegn Njarðvík,“ segir Sara og brosir. Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur verið að glíma við meiðsli í hásin undanfarnar vikur. Hún hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu með Keflvíkingum, en liðið vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Keflavík mætir Njarðvík í bikarnum 7. desember og ætlar Sara að vera klár þá. „Ég held að það sé alltaf mjög erfitt fyrir alla leikmenn að verða fyrir meiðslum en þetta er partur af þessu. Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér en ég er öll að koma til núna,“ segir Sara í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Samviskubit Hún segist fá samviskubit yfir því að vera bregðast liðsfélögum sínum þegar hún er fjarverandi vegna meiðsla.„Þetta er öðruvísi hérna heima, en þegar það gengur vel þá líður manni kannski ekki eins illa. En ef það gengur ekki nægilega vel þá er erfitt að upplifa eins og maður ætti að vera hjálpa, og líka erfitt að segja öðrum til þegar maður getur ekkert gert sjálf.“ Sara Rún hefur verið að glíma við meiðsli í hásin. Í úrslitakeppninni í vor hélt Sara að hún væri mögulega að slíta hásin. „Þetta var í raun þannig en síðan kemur í ljós að sinin hefur farið aðeins í sundur og það er eitthvað bein að myndast þarna, ég kann ekki að segja frá þessu. Ég er að styrkja mig og ætti að vera komin til baka eftir nokkrar vikur. Ég er að horfa á einn leik til að koma til baka í og það er í bikarnum, gegn Njarðvík,“ segir Sara og brosir.
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum