Dómsmálaráðherra segir fjölmiðla hafa búið til „þessa fígúru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 00:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni: Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni:
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira