Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 10:50 Heiðar Logi, brimbrettakappi, lætur reyna á sjálfsbjargarviðleitni sína því hann ætlar að bjarga sér einn án matar og vatns í fjóra daga í Málmey. Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Vísir mun sýna samantekt af Snapchat-reikningi Heiðars (heidarlogi) daglega á meðan hann dvelur í Málmey. Dagur þrjú fór vel af stað hjá Heiðari en hann snæddi rabarbaragraut í morgunmat og sólin skein. „Þetta er fyrsta heita máltíðin mín og þannig að það er næs. Og til að toppa þetta þá er alveg geggjað að borða morgunmatinn og hafa þetta útsýni,“ segir Heiðar sem naut sín fallegri náttúru. Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. „Úff þetta gekk ekki eins og ég átti von á. Ég var í svona tvo tíma að leita og leita út í sjó. Mér er orðið ískalt og ég fann ekkert nema eitthvað smotterí,“ sagði Heiðar fremur vonsvikinn. Hann fékk þó beltisþara og smokkfisk sem hann borðaði með bestu lyst. „En ég ætla nú ekki að fara að kvarta yfir því sem ég fann ekki heldur ætla ég að njóta þess sem ég fann og nýta mér það,“ sagði Heiðar sem auðsjáanlega hefur jákvætt viðmót að leiðarljósi. Þá sagðist Heiðar hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fann að því er virtist eina staðinn á eyjunni þar sem voru krækiber. „Ég held ég hafi aldrei verið jafn ánægður með að vera með krækiberjatennur,“ sagði Heiðar sigri hrósandi. „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson,“ sagði Heiðar og vísaði í kvikmyndina Cast Away með Tom Hanks í aðalhlutverki. Þetta var síðasti heili dagurinn hans Heiðars á eyjunni því hann verður sóttur á morgun. Hér að neðan má sjá hvernig dagur þrjú gekk hjá Heiðari. Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Vísir mun sýna samantekt af Snapchat-reikningi Heiðars (heidarlogi) daglega á meðan hann dvelur í Málmey. Dagur þrjú fór vel af stað hjá Heiðari en hann snæddi rabarbaragraut í morgunmat og sólin skein. „Þetta er fyrsta heita máltíðin mín og þannig að það er næs. Og til að toppa þetta þá er alveg geggjað að borða morgunmatinn og hafa þetta útsýni,“ segir Heiðar sem naut sín fallegri náttúru. Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. „Úff þetta gekk ekki eins og ég átti von á. Ég var í svona tvo tíma að leita og leita út í sjó. Mér er orðið ískalt og ég fann ekkert nema eitthvað smotterí,“ sagði Heiðar fremur vonsvikinn. Hann fékk þó beltisþara og smokkfisk sem hann borðaði með bestu lyst. „En ég ætla nú ekki að fara að kvarta yfir því sem ég fann ekki heldur ætla ég að njóta þess sem ég fann og nýta mér það,“ sagði Heiðar sem auðsjáanlega hefur jákvætt viðmót að leiðarljósi. Þá sagðist Heiðar hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fann að því er virtist eina staðinn á eyjunni þar sem voru krækiber. „Ég held ég hafi aldrei verið jafn ánægður með að vera með krækiberjatennur,“ sagði Heiðar sigri hrósandi. „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson,“ sagði Heiðar og vísaði í kvikmyndina Cast Away með Tom Hanks í aðalhlutverki. Þetta var síðasti heili dagurinn hans Heiðars á eyjunni því hann verður sóttur á morgun. Hér að neðan má sjá hvernig dagur þrjú gekk hjá Heiðari.
Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30
Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45