Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 23:36 Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Sæunn Káradóttir Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira