Fornleifadagur í Arnarfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Hér er Margrét Hrönn nýbúin að grafa upp stóran og heillegan meitil sem fannst í skálanum. Mynd/Björk Magnúsdóttir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira