Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 07:30 Í grunninn er vændi borguð nauðgun. Þegar þú borgar fyrir nauðgun þá færðu leyfi til að gera það sem þú vilt. Afleiðingar þessa ofbeldis er mörgum þeirra sem komast úr fíkninni svo alvarlegar að þær geta ekki lifað með þeim. Fréttablaðið/Stefán Það hurfu allir fordómar sem ég var með gagnvart fíklum,“ segir Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Lof mér að falla, sem verður frumsýnd í byrjun september. Myndin fjallar um vináttu og fíkniefnaneyslu tveggja unglingsstúlkna. Kvikmyndin byggir á raunverulegum atburðum og reynslu stúlkna af hörðum heimi fíkniefna. Baldvin og Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfundur kvikmyndarinnar, fengu með leyfi aðstandenda að lesa dagbók Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur heitinnar. Þeir fengu með lestrinum mikilvæga innsýn í forsögu og afleiðingar fíkniefnaneyslu. Þá hittu þeir fjórar stúlkur sem voru í neyslu og þær sögðu þeim sögu sína. Ein þeirra hefur nú verið edrú í fimm ár og kemur með Baldvini að hitta blaðamann. Við skulum kalla hana Magneu enda á hún ýmislegt, þó alls ekki allt, sameiginlegt með samnefndri söguhetju kvikmyndarinnar. Magnea er tilbúin til þess að veita lesendum nokkra innsýn í líf sitt þegar hún leiddist út í harða fíkniefnaneyslu á barnsaldri en vill ekki koma fram undir nafni. Fyrir því eru margar ástæður. Hún er að reyna að byggja upp nýtt líf með fjölskyldu sinni og mennta sig. Hún á gamla vini og félaga sem hún vill ekki tengjast aftur. Hún á líka óvini en í neyslunni gerði hún mörgum óleik. Stal og laug. Þá hefur það verið erfið og sár reynsla fyrir hana að taka þátt í gerð kvikmyndarinnar. „En að sama skapi gefandi og góð reynsla. Ég vil gefa eitthvað af mér til samfélagsins. Ég vil gera allt sem ég get til þess að sýna ungu fólki hversu skelfilegar afleiðingar fíkniefnaneysla hefur,“ segir Magnea og segist eins og margir landsmenn hafa fylgst með fréttum af aukinni neyslu ungmenna á fíknilyfjum, auknu aðgengi þeirra að slíkum efnum og dauðsföllum á árinu. Baldvin og Magnea fá sér sæti á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum og rifja upp fyrstu kynni sín. Sem voru árið 2012.„Við settum inn auglýsingar og þóttumst vera að selja okkur. En vorum svo með stráka með okkur og réðumst á karlana og rændum þá. Okkur fannst þetta í lagi af því þeir voru hvort sem er ógeðslegir perrar.“ Fréttablaðið/Stefán Magnea: Jóhannes Kr. Kristjánsson hringdi í mig og bað mig um að hitta sig á kaffihúsi. Hann sagði mér að hann væri með verkefni sem honum þætti vænt um að ég tæki þátt í og kynnti þá Baldvin og Birgi til leiks. Ég var ekki alveg orðin edrú þarna og alls ekki í góðu standi. Ég var á áfangaheimilinu Dyngjunni áður en ég fór í meðferð á Krýsuvík sem átti eftir að hafa úrslitaáhrif. Ég man lítið eftir þessum fundi svo ég sé alveg hreinskilin. En ég man að ég mætti. Baldvin: Allt í einu sá ég hana, pínulitla nítján ára stelpu. Sem leit ekki endilega út fyrir að vera eiturlyfjaneytandi. Hún var mjög döpur þegar við hittum hana. Hafði nýverið misst góðan félaga sinn úr ofneyslu. Hún sagði ekki mikið á þessum fundi. Við Birgir vorum rétt að hefja vinnu við handritsgerð. Vorum nýbúnir að lesa dagbækur Kristínar Gerðar heitinnar sem hafði mikil áhrif á okkur. Við lesturinn áttuðum við okkur á því að við þyrftum að tengja við samtímann og ræða líka við stelpur sem væru í neyslu í dag. Jóhannes Kr. Kristjánsson útvegaði okkur þessi sambönd. Þetta voru fjórar ungar stelpur. Ein þeirra er dáin í dag, við náðum aldrei góðu sambandi við hana. En við náðum góðu sambandi við hinar þrjár. Tvær þeirra eru hins vegar fallnar og eru í neyslu í dag. Sú þriðja sem er hér er sú eina sem er edrú. Þær voru svo óeigingjarnar á sjálfa sig, létu allt flakka við okkur. Virkilega erfiðar sögur. Eftir viðtölin við þær var ég lengi aumur á eftir. Þær voru svo ungar, bara börn eiginlega og búnar að ganga í gegnum svo hræðilega hluti. Þær hafa mikil áhrif á söguna, þessar þrjár stelpur.Hver er þín saga? Hvenær byrjaðir þú í neyslu? Magnea: Ég byrjaði mjög ung að fikta við að drekka áfengi en hætti því fljótt. Ég var um fjórtán ára gömul þegar ég byrjaði að reykja hass og svo byrjar maður að prófa ýmislegt út frá því, amfetamín til dæmis. Ég var komin í ritalín og contalgin þegar ég var sextán ára gömul og notaði róandi lyf með. Þegar maður er komin þangað í neyslunni þá langar mann ekki í neitt annað. Við vorum til að byrja með mikið heima hjá vini mínum. Mamma hans var fíkill og í neyslu og leyfði okkur að nota þar. Annars var ég bara með þeim sem hentaði og vildu taka þátt í því sem við vorum að gera. Þetta var svona lítill heimur eiginlega. Ég veit í rauninni ekki hvað varð til þess að ég byrjaði í neyslu. Mér gekk vel í skóla. En ég fór að hanga með krökkum úr öðrum skóla, svo með eldri krökkum úr menntaskóla. Mér fannst þetta spennandi. Ég fann fyrir einhverri frelsistilfinningu sem tengdist þessari spennu. Eitt leiddi af öðru og þetta gerðist svo fljótt. Ég á rosalega góða fjölskyldu og það er ekkert þar sem leiddi til þess að ég fór í neyslu. Þau reyndu allt til að stöðva mig. Ég var send í neyðarvistun á Stuðla, í ótal meðferðir. Þau reyndu að senda mig út á land. Úr landi. Þau reyndu bókstaflega allt sem þau gátu. En þetta var bara svo sterkt. Svo fáránlega sterkt.Þetta voru fjórar ungar stelpur. Ein þeirra er dáin í dag, við náðum aldrei góðu sambandi við hana. En við náðum góðu sambandi við hinar þrjár. Tvær þeirra eru hins vegar fallnar og eru í neyslu í dag. Sú þriðja sem er hér er sú eina sem er edrú.Baldvin: En má ég spyrja þig, hefðu þau getað gripið inn í fyrr? Magnea: Nei, vegna þess að ég var svo ung. Það grunaði engan hvað var í gangi og svo var þetta svo fljótt að rúlla. Þetta varð bara lífið mitt. Það verður til þessi heimur. Maður verður bara hluti af honum og allt í einu er ekkert annað valkostur. Ekkert annað til. Ég fór kannski í meðferð en hitti svo þetta fólk aftur og féll strax. Ég var 17 ára þegar ég sprautaði mig fyrst, þá með amfetamíni. Ég hafði oft áður hangið með fólki sem var eldra en ég sem var að sprauta sig en þá var ég ekki byrjuð á því sjálf en fannst eitthvað við það spennandi, að sjá þau í rushinu. Það er svo miklu sterkara að sprauta sig en að taka í nefið því það kikkar allt inn í einu inn. Ég man eftir því þegar ég var sem verst og maður átti ekkert, þá fór maður í gegnum gömul staupglös og tappa, reyndi að blanda það upp og sprautaði sig svo með því, þó svo að maður vissi að það væri ekki nóg í því til að finna neitt og maður vissi að maður gæti orðið veikur af því, þetta var sjúkleg þráhyggja. Þegar ég var á götunni notaði ég mikið almenningsklósett til að sprauta mig á, ég hef líka sprautað mig inni í runna og ég notaði oft í meðferðum. Ég hef líka sprautað mig með öllu mögulegu, líka efnum sem maður á alls ekki að nota í æð. Ég hef oft lent á spítala. Vegna ofbeldis sem ég hef orðið fyrir, vegna svæsinna sýkinga og of stórra skammta. Ég tók áhættuna á að sprauta mig með HIV-sjúkum og fólki smituðu af lifrarbólgu C því ég bara „varð“ að fá. Ég slapp sem betur fer við HIV en náði mér í lifrarbólgu C. Sem betur fer er til meðferð við henni og ég er laus við hana í dag. Ég hef alltaf átt eina vinkonu sem var aldrei í neyslu og stóð svona til hliðar. Hún reyndi líka allt. Það var ekkert hægt, ég var bara ákveðin í að fara þessa leið. Það er ótrúlegt en satt að við erum bestu vinkonur í dag. Hún bara beið eftir mér allan þennan tíma. Mér þykir svo óendanlega vænt um það.En hvernig fékkstu efnin? Magnea: Fyrst var það alltaf í gegnum þessa eldri stráka. Þeir kynntu mann fyrir þeim sem var að selja Svo fékk maður númerið hjá þeim. Þegar maður var kominn í harðari neyslu, þá fór maður heim til fólksins og þurfti að kynnast því, fá það til að treysta. Þeir sem eru að selja eru þá orðnir svo paranoid og veikir. Það mátti ekki hver sem er kaupa. Í kvikmyndinni eru sýnd atriði þar sem vinkonurnar brjótast inn og beita ofbeldi til að verða sér úti um peninga. Hvernig fjármagnaðir þú neysluna? Eru þetta raunveruleg atriði úr lífi þínu? Magnea: Ég varð mér úti um peninga eftir öllum mögulegum leiðum. Ég gerði allt mögulegt og hugsanlegt. Ég rændi, braust inn og seldi allar eigur mínar. Við settum inn auglýsingar og þóttumst vera að selja okkur. En vorum svo með stráka með okkur og réðumst á karlana og rændum þá. Okkur fannst þetta í lagi af því þeir voru hvort sem er ógeðslegir perrar. Vondir menn. Og þess vegna var allt í lagi að lemja þá. Baldvin, hvað kom til að þig langaði að kynnast þessum heimi sem hún talar um? Baldvin: Árið 2011 stóð til að ég ynni forvarnarverkefni. Ég átti að vinna með Ragnhildi Steinunni og sýna hvað hefði orðið úr hennar lífi hefði hún tekið rangar ákvarðanir. Hvaða afleiðingar það hefði haft. Mér fannst þetta áhugavert og fór að kynna mér þennan heim. Ég ræddi þetta við Kristínu Júllu, sem var að vinna með mér á setti í kvikmynd Reynis Lyngdal, Frost. Hún sagði mér frá Kristínu Gerði. Hennar sögu. Það varð kveikjan að þessari kvikmynd. Ég var fljótt ákveðinn í því að vilja sýna heim stúlkna og kvenna. Hann er gjörólíkur heimi karla. Konur verða fyrir skelfilegu ofbeldi. Karlar nýta sér bága stöðu þeirra. Af hverju? Af hverju gera strákar og karlar þetta? Í grunninn er vændi borguð nauðgun. Þegar þú borgar fyrir nauðgun þá færðu leyfi til að gera það sem þú vilt. Afleiðingar þessa ofbeldis eru mörgum þeirra sem komast úr fíkninni svo alvarlegar að þær geta ekki lifað með þeim. Ég vildi sýna hversu sjúkur heimur þetta er. Hversu varnarlausar þessar ungu stúlkur eru.Í kvikmyndinni eru líka skelfileg atriði. Nauðganir, dauðsföll og ofbeldi. Áttaðir þú þig á því hversu hættulegum aðstæðum þú varst í? Magnea: Maður gerir sér enga grein fyrir því hvað maður er í mikilli hættu þegar maður er þarna. Það eru margir fyrrverandi neyslufélagar mínir dánir. Og enn fleiri sem eiga litla von. Það eru tvær stelpur sem ég þekki sem eru edrú en hinir eru í neyslu eða dánir. Og svo er það allt það sem fólk hefur lent í og burðast svo með í gegnum lífið. Kynferðislegt ofbeldi er mjög algengt í þessum heimi, ég held í alvöru að ég þekki enga stelpu sem hefur verið svona langt leidd sem hefur ekki lent í neinu þannig. Ég hef lent í því nokkrum sinnum, það er einmitt atriði í myndinni sem er byggt á einu sem ég upplifði.Hvernig varðstu svo edrú? Magnea: Ég á margar meðferðir að baki. En eftir að góður félagi minn dó úr ofneyslu þá gerðist eitthvað. Ég var lögð inn á spítala, sett á lyfjakúr til að ná mér niður. Ég varð heimilislaus. Ég fór að nota aftur af því ég þekkti ekki aðra leið til að glíma við vanlíðanina. Það var oft þannig. Ég endaði í meðferð þegar ég var ráðalaus og allslaus. En þarna gerðist eitthvað. Ég var tilbúin. Þið hafið væntanlega bæði fylgst með fréttum, dauðsföllum sem hafa orðið á árinu vegna neyslu eiturlyfja og svo vaxandi neyslu á fíknilyfjum. Magnea: Mér finnst þetta svo skelfilegt því ég veit hvað þetta þýðir. Þetta er ekki lengur lítill og afmarkaður hópur sem er að nota hættuleg lyf. Það eru miklu fleiri sem eru í hættu á að leiðast út í harða fíkniefnaneyslu með þessum ömurlegu afleiðingum. Mér finnst allt í einu að ungu fólki finnist svona neysla léttvæg. Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu. Það komast líka bara allir í þetta. Það er bara ekkert mál að verða sér úti um efni. Baldvin: Ég er búinn að vera að reyna að átta mig á því hvað hefur gerst. Það er uppgangur í samfélaginu, allt verður svo ýkt. Ég sé samnefnara þarna á milli. Svo er bara líka eitthvað að hjá okkur. Okkur vantar eitthvað í kerfið okkar, lausnin liggur ekki bara í því að setja krakka í meðferð. Við þurfum að hafa miklu öflugri úrræði og eftirfylgni. Það tekur lítið við eftir meðferð fyrir þessa krakka. Og svo spyr maður sig hvort það sé hægt að grípa fyrr inn í. Það þarf miklu betri úrræði og sögur þeirra sem ná að lifa góðu lífi eftir að hafa leiðst út í neyslu eru alltof fáar. Ég hef verið að vinna með afar hæfileikaríkri konu í fyrri verkefnum mínum. En hún féll við vinnslu á kvikmyndinni og fór í mikla og harða neyslu. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa manneskju og við höfum rætt um það hversu kaldhæðnislegt það er að hún hafi fallið við vinnslu þessarar myndar en hún hafði verið edrú í langan tíma. Fíknin spyr ekki um hæfileika. Í þessi ár sem ég hef unnið að kvikmyndinni hef ég losnað við alla fordóma sem ég var áður með gagnvart fíklum. Ef ég sé fólk sem er í neyslu úti á götu þá finn ég oft fyrir þörf til að stöðva og ræða við það. Er eitthvað sem ég get gert? Staðreyndin er sú að það ætlar sér enginn að verða fíkill. Þetta er ekki svart og hvítt. Flestar stelpurnar sem við ræddum við eru frá góðum heimilum. Við verðum að fara að hugsa þetta dýpra.En hvað gerir þú þegar þú rekst á gamla neyslufélaga eða fólk úr fortíðinni? Magnea: Ég leiði það hjá mér. Það er nauðsynlegt að líta ekki um öxl. Ég hef brennt mig á því að eiga í samskiptum við fólk úr fortíðinni en þá lendir maður bara í þessari lúppu og samskiptum. Það er betra að klippa á þetta. Það er enn þá verið að nálgast mig á Facebook og spyrja mig hvort ég eigi eitthvað þótt ég sé búin að vera edrú síðan í ársbyrjun 2013. Áreitið er svo mikið og það er örugglega enn þá meira í dag hjá fólki sem er í neyslu. Ég hef átt gott líf. Ég er ekki að fara aftur til þess lífs sem ég lifði. Ég sé það ekki gerast aftur. Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að ég hafi gengið í gegnum þetta allt saman. Mér finnst þegar ég er að segja frá að ég sé að segja einhverja sögu. Eins og þetta hafi gerst í öðru lífi eða einhverjum hliðarheimi.Baldvin með aðalleikkonum myndarinnar, Elínu Sif sem leikur Magneu og Eyrúnu Björk sem leikur Stellu. Unga konan sem segir frá reynslu sinni býr að svipaðri reynslu og söguhetja myndarinnar sem kallast Magnea.Baldvin: Frásögn stúlknanna er sterkari en nokkur skáldskapur. Við hefðum ekki haft hugmyndaflug til þess að skrifa handritið án þeirra. Í 95 prósentum af myndinni er eitthvað sem hefur raunverulega gerst í einhverju formi þótt sagan sé skálduð sem slík. Í kvikmyndinni eru atburðir sem hafa raunverulega gerst, alvarlegir hlutir sem við höfum unnið að í samráði við aðstandendur. Þarna eru líka sögur fólks sem ég veit að fólk úr þessum heimi á eftir að kannast við. Vita um hvern ræðir og svo framvegis. Við hittum líka strák sem ég held að sé enn á lífi. Hann á langa neyslusögu að baki og við gerum hans sögu einhver skil. Við bjuggumst ekki við því að hann yrði á lífi þegar myndin kæmi út. En hann er það og er enn að nota. Það eru margir sem við kynntumst við gerð myndarinnar sem eru dánir. Það er sláandi staðreynd. Magnea: Hræðsluáróður virkar ef hann nær til krakka nógu snemma. Áður en þeir hafa prófað sjálfir, því ef þeir hafa prófað einu sinni og ekkert gerist þá er minna mál að prófa aftur. Þannig hugsaði ég að minnsta kosti. Og það er ekki endilega dauðinn sem hræðir. Xanax-faraldurinn hefur fengið að geisa of lengi án þess að nokkur skipti sér af. Hvar er löggan? Mér finnst ég ekki verða vör við að hún sé að gera neitt sem skiptir máli. Baldvin: Rétt sem þú segir um dauðann. Hann virðist ekki hræða. Fólk hugsar: Æi, maður getur dáið úr hverju sem er. En það eru aðrir hlutir sem geta fælt frá. Magnea: Spennan sem fylgir því að gera eitthvað sem er bannað. Sem er í þessum framandi heimi. Það er erfitt að vinna gegn henni. En það er alveg örugglega hægt. Ég er sannfærð um að þessi kvikmynd mun hafa forvarnargildi. Þetta er ógeðslegur heimur. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Það hurfu allir fordómar sem ég var með gagnvart fíklum,“ segir Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Lof mér að falla, sem verður frumsýnd í byrjun september. Myndin fjallar um vináttu og fíkniefnaneyslu tveggja unglingsstúlkna. Kvikmyndin byggir á raunverulegum atburðum og reynslu stúlkna af hörðum heimi fíkniefna. Baldvin og Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfundur kvikmyndarinnar, fengu með leyfi aðstandenda að lesa dagbók Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur heitinnar. Þeir fengu með lestrinum mikilvæga innsýn í forsögu og afleiðingar fíkniefnaneyslu. Þá hittu þeir fjórar stúlkur sem voru í neyslu og þær sögðu þeim sögu sína. Ein þeirra hefur nú verið edrú í fimm ár og kemur með Baldvini að hitta blaðamann. Við skulum kalla hana Magneu enda á hún ýmislegt, þó alls ekki allt, sameiginlegt með samnefndri söguhetju kvikmyndarinnar. Magnea er tilbúin til þess að veita lesendum nokkra innsýn í líf sitt þegar hún leiddist út í harða fíkniefnaneyslu á barnsaldri en vill ekki koma fram undir nafni. Fyrir því eru margar ástæður. Hún er að reyna að byggja upp nýtt líf með fjölskyldu sinni og mennta sig. Hún á gamla vini og félaga sem hún vill ekki tengjast aftur. Hún á líka óvini en í neyslunni gerði hún mörgum óleik. Stal og laug. Þá hefur það verið erfið og sár reynsla fyrir hana að taka þátt í gerð kvikmyndarinnar. „En að sama skapi gefandi og góð reynsla. Ég vil gefa eitthvað af mér til samfélagsins. Ég vil gera allt sem ég get til þess að sýna ungu fólki hversu skelfilegar afleiðingar fíkniefnaneysla hefur,“ segir Magnea og segist eins og margir landsmenn hafa fylgst með fréttum af aukinni neyslu ungmenna á fíknilyfjum, auknu aðgengi þeirra að slíkum efnum og dauðsföllum á árinu. Baldvin og Magnea fá sér sæti á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum og rifja upp fyrstu kynni sín. Sem voru árið 2012.„Við settum inn auglýsingar og þóttumst vera að selja okkur. En vorum svo með stráka með okkur og réðumst á karlana og rændum þá. Okkur fannst þetta í lagi af því þeir voru hvort sem er ógeðslegir perrar.“ Fréttablaðið/Stefán Magnea: Jóhannes Kr. Kristjánsson hringdi í mig og bað mig um að hitta sig á kaffihúsi. Hann sagði mér að hann væri með verkefni sem honum þætti vænt um að ég tæki þátt í og kynnti þá Baldvin og Birgi til leiks. Ég var ekki alveg orðin edrú þarna og alls ekki í góðu standi. Ég var á áfangaheimilinu Dyngjunni áður en ég fór í meðferð á Krýsuvík sem átti eftir að hafa úrslitaáhrif. Ég man lítið eftir þessum fundi svo ég sé alveg hreinskilin. En ég man að ég mætti. Baldvin: Allt í einu sá ég hana, pínulitla nítján ára stelpu. Sem leit ekki endilega út fyrir að vera eiturlyfjaneytandi. Hún var mjög döpur þegar við hittum hana. Hafði nýverið misst góðan félaga sinn úr ofneyslu. Hún sagði ekki mikið á þessum fundi. Við Birgir vorum rétt að hefja vinnu við handritsgerð. Vorum nýbúnir að lesa dagbækur Kristínar Gerðar heitinnar sem hafði mikil áhrif á okkur. Við lesturinn áttuðum við okkur á því að við þyrftum að tengja við samtímann og ræða líka við stelpur sem væru í neyslu í dag. Jóhannes Kr. Kristjánsson útvegaði okkur þessi sambönd. Þetta voru fjórar ungar stelpur. Ein þeirra er dáin í dag, við náðum aldrei góðu sambandi við hana. En við náðum góðu sambandi við hinar þrjár. Tvær þeirra eru hins vegar fallnar og eru í neyslu í dag. Sú þriðja sem er hér er sú eina sem er edrú. Þær voru svo óeigingjarnar á sjálfa sig, létu allt flakka við okkur. Virkilega erfiðar sögur. Eftir viðtölin við þær var ég lengi aumur á eftir. Þær voru svo ungar, bara börn eiginlega og búnar að ganga í gegnum svo hræðilega hluti. Þær hafa mikil áhrif á söguna, þessar þrjár stelpur.Hver er þín saga? Hvenær byrjaðir þú í neyslu? Magnea: Ég byrjaði mjög ung að fikta við að drekka áfengi en hætti því fljótt. Ég var um fjórtán ára gömul þegar ég byrjaði að reykja hass og svo byrjar maður að prófa ýmislegt út frá því, amfetamín til dæmis. Ég var komin í ritalín og contalgin þegar ég var sextán ára gömul og notaði róandi lyf með. Þegar maður er komin þangað í neyslunni þá langar mann ekki í neitt annað. Við vorum til að byrja með mikið heima hjá vini mínum. Mamma hans var fíkill og í neyslu og leyfði okkur að nota þar. Annars var ég bara með þeim sem hentaði og vildu taka þátt í því sem við vorum að gera. Þetta var svona lítill heimur eiginlega. Ég veit í rauninni ekki hvað varð til þess að ég byrjaði í neyslu. Mér gekk vel í skóla. En ég fór að hanga með krökkum úr öðrum skóla, svo með eldri krökkum úr menntaskóla. Mér fannst þetta spennandi. Ég fann fyrir einhverri frelsistilfinningu sem tengdist þessari spennu. Eitt leiddi af öðru og þetta gerðist svo fljótt. Ég á rosalega góða fjölskyldu og það er ekkert þar sem leiddi til þess að ég fór í neyslu. Þau reyndu allt til að stöðva mig. Ég var send í neyðarvistun á Stuðla, í ótal meðferðir. Þau reyndu að senda mig út á land. Úr landi. Þau reyndu bókstaflega allt sem þau gátu. En þetta var bara svo sterkt. Svo fáránlega sterkt.Þetta voru fjórar ungar stelpur. Ein þeirra er dáin í dag, við náðum aldrei góðu sambandi við hana. En við náðum góðu sambandi við hinar þrjár. Tvær þeirra eru hins vegar fallnar og eru í neyslu í dag. Sú þriðja sem er hér er sú eina sem er edrú.Baldvin: En má ég spyrja þig, hefðu þau getað gripið inn í fyrr? Magnea: Nei, vegna þess að ég var svo ung. Það grunaði engan hvað var í gangi og svo var þetta svo fljótt að rúlla. Þetta varð bara lífið mitt. Það verður til þessi heimur. Maður verður bara hluti af honum og allt í einu er ekkert annað valkostur. Ekkert annað til. Ég fór kannski í meðferð en hitti svo þetta fólk aftur og féll strax. Ég var 17 ára þegar ég sprautaði mig fyrst, þá með amfetamíni. Ég hafði oft áður hangið með fólki sem var eldra en ég sem var að sprauta sig en þá var ég ekki byrjuð á því sjálf en fannst eitthvað við það spennandi, að sjá þau í rushinu. Það er svo miklu sterkara að sprauta sig en að taka í nefið því það kikkar allt inn í einu inn. Ég man eftir því þegar ég var sem verst og maður átti ekkert, þá fór maður í gegnum gömul staupglös og tappa, reyndi að blanda það upp og sprautaði sig svo með því, þó svo að maður vissi að það væri ekki nóg í því til að finna neitt og maður vissi að maður gæti orðið veikur af því, þetta var sjúkleg þráhyggja. Þegar ég var á götunni notaði ég mikið almenningsklósett til að sprauta mig á, ég hef líka sprautað mig inni í runna og ég notaði oft í meðferðum. Ég hef líka sprautað mig með öllu mögulegu, líka efnum sem maður á alls ekki að nota í æð. Ég hef oft lent á spítala. Vegna ofbeldis sem ég hef orðið fyrir, vegna svæsinna sýkinga og of stórra skammta. Ég tók áhættuna á að sprauta mig með HIV-sjúkum og fólki smituðu af lifrarbólgu C því ég bara „varð“ að fá. Ég slapp sem betur fer við HIV en náði mér í lifrarbólgu C. Sem betur fer er til meðferð við henni og ég er laus við hana í dag. Ég hef alltaf átt eina vinkonu sem var aldrei í neyslu og stóð svona til hliðar. Hún reyndi líka allt. Það var ekkert hægt, ég var bara ákveðin í að fara þessa leið. Það er ótrúlegt en satt að við erum bestu vinkonur í dag. Hún bara beið eftir mér allan þennan tíma. Mér þykir svo óendanlega vænt um það.En hvernig fékkstu efnin? Magnea: Fyrst var það alltaf í gegnum þessa eldri stráka. Þeir kynntu mann fyrir þeim sem var að selja Svo fékk maður númerið hjá þeim. Þegar maður var kominn í harðari neyslu, þá fór maður heim til fólksins og þurfti að kynnast því, fá það til að treysta. Þeir sem eru að selja eru þá orðnir svo paranoid og veikir. Það mátti ekki hver sem er kaupa. Í kvikmyndinni eru sýnd atriði þar sem vinkonurnar brjótast inn og beita ofbeldi til að verða sér úti um peninga. Hvernig fjármagnaðir þú neysluna? Eru þetta raunveruleg atriði úr lífi þínu? Magnea: Ég varð mér úti um peninga eftir öllum mögulegum leiðum. Ég gerði allt mögulegt og hugsanlegt. Ég rændi, braust inn og seldi allar eigur mínar. Við settum inn auglýsingar og þóttumst vera að selja okkur. En vorum svo með stráka með okkur og réðumst á karlana og rændum þá. Okkur fannst þetta í lagi af því þeir voru hvort sem er ógeðslegir perrar. Vondir menn. Og þess vegna var allt í lagi að lemja þá. Baldvin, hvað kom til að þig langaði að kynnast þessum heimi sem hún talar um? Baldvin: Árið 2011 stóð til að ég ynni forvarnarverkefni. Ég átti að vinna með Ragnhildi Steinunni og sýna hvað hefði orðið úr hennar lífi hefði hún tekið rangar ákvarðanir. Hvaða afleiðingar það hefði haft. Mér fannst þetta áhugavert og fór að kynna mér þennan heim. Ég ræddi þetta við Kristínu Júllu, sem var að vinna með mér á setti í kvikmynd Reynis Lyngdal, Frost. Hún sagði mér frá Kristínu Gerði. Hennar sögu. Það varð kveikjan að þessari kvikmynd. Ég var fljótt ákveðinn í því að vilja sýna heim stúlkna og kvenna. Hann er gjörólíkur heimi karla. Konur verða fyrir skelfilegu ofbeldi. Karlar nýta sér bága stöðu þeirra. Af hverju? Af hverju gera strákar og karlar þetta? Í grunninn er vændi borguð nauðgun. Þegar þú borgar fyrir nauðgun þá færðu leyfi til að gera það sem þú vilt. Afleiðingar þessa ofbeldis eru mörgum þeirra sem komast úr fíkninni svo alvarlegar að þær geta ekki lifað með þeim. Ég vildi sýna hversu sjúkur heimur þetta er. Hversu varnarlausar þessar ungu stúlkur eru.Í kvikmyndinni eru líka skelfileg atriði. Nauðganir, dauðsföll og ofbeldi. Áttaðir þú þig á því hversu hættulegum aðstæðum þú varst í? Magnea: Maður gerir sér enga grein fyrir því hvað maður er í mikilli hættu þegar maður er þarna. Það eru margir fyrrverandi neyslufélagar mínir dánir. Og enn fleiri sem eiga litla von. Það eru tvær stelpur sem ég þekki sem eru edrú en hinir eru í neyslu eða dánir. Og svo er það allt það sem fólk hefur lent í og burðast svo með í gegnum lífið. Kynferðislegt ofbeldi er mjög algengt í þessum heimi, ég held í alvöru að ég þekki enga stelpu sem hefur verið svona langt leidd sem hefur ekki lent í neinu þannig. Ég hef lent í því nokkrum sinnum, það er einmitt atriði í myndinni sem er byggt á einu sem ég upplifði.Hvernig varðstu svo edrú? Magnea: Ég á margar meðferðir að baki. En eftir að góður félagi minn dó úr ofneyslu þá gerðist eitthvað. Ég var lögð inn á spítala, sett á lyfjakúr til að ná mér niður. Ég varð heimilislaus. Ég fór að nota aftur af því ég þekkti ekki aðra leið til að glíma við vanlíðanina. Það var oft þannig. Ég endaði í meðferð þegar ég var ráðalaus og allslaus. En þarna gerðist eitthvað. Ég var tilbúin. Þið hafið væntanlega bæði fylgst með fréttum, dauðsföllum sem hafa orðið á árinu vegna neyslu eiturlyfja og svo vaxandi neyslu á fíknilyfjum. Magnea: Mér finnst þetta svo skelfilegt því ég veit hvað þetta þýðir. Þetta er ekki lengur lítill og afmarkaður hópur sem er að nota hættuleg lyf. Það eru miklu fleiri sem eru í hættu á að leiðast út í harða fíkniefnaneyslu með þessum ömurlegu afleiðingum. Mér finnst allt í einu að ungu fólki finnist svona neysla léttvæg. Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu. Það komast líka bara allir í þetta. Það er bara ekkert mál að verða sér úti um efni. Baldvin: Ég er búinn að vera að reyna að átta mig á því hvað hefur gerst. Það er uppgangur í samfélaginu, allt verður svo ýkt. Ég sé samnefnara þarna á milli. Svo er bara líka eitthvað að hjá okkur. Okkur vantar eitthvað í kerfið okkar, lausnin liggur ekki bara í því að setja krakka í meðferð. Við þurfum að hafa miklu öflugri úrræði og eftirfylgni. Það tekur lítið við eftir meðferð fyrir þessa krakka. Og svo spyr maður sig hvort það sé hægt að grípa fyrr inn í. Það þarf miklu betri úrræði og sögur þeirra sem ná að lifa góðu lífi eftir að hafa leiðst út í neyslu eru alltof fáar. Ég hef verið að vinna með afar hæfileikaríkri konu í fyrri verkefnum mínum. En hún féll við vinnslu á kvikmyndinni og fór í mikla og harða neyslu. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa manneskju og við höfum rætt um það hversu kaldhæðnislegt það er að hún hafi fallið við vinnslu þessarar myndar en hún hafði verið edrú í langan tíma. Fíknin spyr ekki um hæfileika. Í þessi ár sem ég hef unnið að kvikmyndinni hef ég losnað við alla fordóma sem ég var áður með gagnvart fíklum. Ef ég sé fólk sem er í neyslu úti á götu þá finn ég oft fyrir þörf til að stöðva og ræða við það. Er eitthvað sem ég get gert? Staðreyndin er sú að það ætlar sér enginn að verða fíkill. Þetta er ekki svart og hvítt. Flestar stelpurnar sem við ræddum við eru frá góðum heimilum. Við verðum að fara að hugsa þetta dýpra.En hvað gerir þú þegar þú rekst á gamla neyslufélaga eða fólk úr fortíðinni? Magnea: Ég leiði það hjá mér. Það er nauðsynlegt að líta ekki um öxl. Ég hef brennt mig á því að eiga í samskiptum við fólk úr fortíðinni en þá lendir maður bara í þessari lúppu og samskiptum. Það er betra að klippa á þetta. Það er enn þá verið að nálgast mig á Facebook og spyrja mig hvort ég eigi eitthvað þótt ég sé búin að vera edrú síðan í ársbyrjun 2013. Áreitið er svo mikið og það er örugglega enn þá meira í dag hjá fólki sem er í neyslu. Ég hef átt gott líf. Ég er ekki að fara aftur til þess lífs sem ég lifði. Ég sé það ekki gerast aftur. Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að ég hafi gengið í gegnum þetta allt saman. Mér finnst þegar ég er að segja frá að ég sé að segja einhverja sögu. Eins og þetta hafi gerst í öðru lífi eða einhverjum hliðarheimi.Baldvin með aðalleikkonum myndarinnar, Elínu Sif sem leikur Magneu og Eyrúnu Björk sem leikur Stellu. Unga konan sem segir frá reynslu sinni býr að svipaðri reynslu og söguhetja myndarinnar sem kallast Magnea.Baldvin: Frásögn stúlknanna er sterkari en nokkur skáldskapur. Við hefðum ekki haft hugmyndaflug til þess að skrifa handritið án þeirra. Í 95 prósentum af myndinni er eitthvað sem hefur raunverulega gerst í einhverju formi þótt sagan sé skálduð sem slík. Í kvikmyndinni eru atburðir sem hafa raunverulega gerst, alvarlegir hlutir sem við höfum unnið að í samráði við aðstandendur. Þarna eru líka sögur fólks sem ég veit að fólk úr þessum heimi á eftir að kannast við. Vita um hvern ræðir og svo framvegis. Við hittum líka strák sem ég held að sé enn á lífi. Hann á langa neyslusögu að baki og við gerum hans sögu einhver skil. Við bjuggumst ekki við því að hann yrði á lífi þegar myndin kæmi út. En hann er það og er enn að nota. Það eru margir sem við kynntumst við gerð myndarinnar sem eru dánir. Það er sláandi staðreynd. Magnea: Hræðsluáróður virkar ef hann nær til krakka nógu snemma. Áður en þeir hafa prófað sjálfir, því ef þeir hafa prófað einu sinni og ekkert gerist þá er minna mál að prófa aftur. Þannig hugsaði ég að minnsta kosti. Og það er ekki endilega dauðinn sem hræðir. Xanax-faraldurinn hefur fengið að geisa of lengi án þess að nokkur skipti sér af. Hvar er löggan? Mér finnst ég ekki verða vör við að hún sé að gera neitt sem skiptir máli. Baldvin: Rétt sem þú segir um dauðann. Hann virðist ekki hræða. Fólk hugsar: Æi, maður getur dáið úr hverju sem er. En það eru aðrir hlutir sem geta fælt frá. Magnea: Spennan sem fylgir því að gera eitthvað sem er bannað. Sem er í þessum framandi heimi. Það er erfitt að vinna gegn henni. En það er alveg örugglega hægt. Ég er sannfærð um að þessi kvikmynd mun hafa forvarnargildi. Þetta er ógeðslegur heimur.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira