Sneri við blaðinu með líkamsstöðu sem eykur hormón sjálfstraustsins Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2018 14:30 Bergþór Pálsson er alltaf skemmtilegur karakter. Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson. Dans Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson.
Dans Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira