Ólafía í góðum málum eftir frábæran endasprett Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 09:15 Ólafía Þórunn þarf að spila vel um helgina Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ætti að fljúga í gegnum niðurskurðinn á CP Classic mótinu í golfi sem fram fer í Kanada spili hún eins vel í dag og hún gerði í gær. Ólafía er á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hringinn, jöfn í 18.-34. sæti. Efstu konur eru á átta höggum undir pari. Ólafía byrjaði illa í gær, fékk skolla á 11. holu sem var hennar önnur hola þar sem hún byrjaði á tíunda teig. Hún fékk hins vegar örn á 14. holu, fór par 5 holuna á þremur höggum, og var komin á eitt högg undir parinu. Á eftir fylgdu fjölmörg pör þar til Íþróttamaður ársins 2017 fór á svakalegan endasprett og fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum. Hún endaði því keppni í nótt á fjórum höggum undir pari. Áður en annar hringurinn fer af stað er niðurskurðarlínan miðuð við tvö högg undir par og Ólafía ætti því að vera nokkuð örugg áfram spili hún eins vel í dag og hún gerði í nótt. Ólafía hefur leik klukkan 7:22 að staðartíma, sem er klukkan 13:22 að íslenskum tíma. Hún er á meðal fyrstu kylfinga til þess að fara út á völlinn í dag. Góður árangur á þessu móti er Ólafíu nauðsynlegur þar sem hún berst fyrir því að halda sæti sínu á mótaröðinni.Skor Ólafíu í gærkvöldskjáskot/lpga Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ætti að fljúga í gegnum niðurskurðinn á CP Classic mótinu í golfi sem fram fer í Kanada spili hún eins vel í dag og hún gerði í gær. Ólafía er á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hringinn, jöfn í 18.-34. sæti. Efstu konur eru á átta höggum undir pari. Ólafía byrjaði illa í gær, fékk skolla á 11. holu sem var hennar önnur hola þar sem hún byrjaði á tíunda teig. Hún fékk hins vegar örn á 14. holu, fór par 5 holuna á þremur höggum, og var komin á eitt högg undir parinu. Á eftir fylgdu fjölmörg pör þar til Íþróttamaður ársins 2017 fór á svakalegan endasprett og fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum. Hún endaði því keppni í nótt á fjórum höggum undir pari. Áður en annar hringurinn fer af stað er niðurskurðarlínan miðuð við tvö högg undir par og Ólafía ætti því að vera nokkuð örugg áfram spili hún eins vel í dag og hún gerði í nótt. Ólafía hefur leik klukkan 7:22 að staðartíma, sem er klukkan 13:22 að íslenskum tíma. Hún er á meðal fyrstu kylfinga til þess að fara út á völlinn í dag. Góður árangur á þessu móti er Ólafíu nauðsynlegur þar sem hún berst fyrir því að halda sæti sínu á mótaröðinni.Skor Ólafíu í gærkvöldskjáskot/lpga
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira