Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2018 20:05 Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug.
Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06