Í samgönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022 er að finna umferðaröryggisáætlun þar sem stjórnvöld settu sér tvö markmið.
Hið fyrra var að vera í hópi þeirra þjóða þar sem fæstir látast í umferðinni á hverja milljón íbúa og hið síðara er að fækka látnum og alvarlega slösuðum í umferðinni um 5% á ári á tímabilinu.
Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir að öllum markmiðum verði ekki náð.
Í flestum tilfellum en niðurstaðan langt yfir þeim yfir- og undirmarkmiðum umferðaröryggisáætlunar.
Hámarksfjöldi látinna og alvarlegra slasaðra var 46% hærri en markmiðin gerðu ráð fyrir. Látin og alvarlega slösuð börn 100% fleiri. Þá má sjá að slasaðir óvarðir vegfarendur eru 130% fleiri og slasaðir útlendingar 213% fleiri.
Tvö markmið náðust hins vegar. Gert var ráð fyrir því að 215 umferðarslysum með aðild 17-20 ára einstaklinga en reyndust þau vera 196. Þá reyndust alvarlega slasaðir bifhjólamenn vera 18.
„Við verðum að leggja meira til málaflokksins og setja hann í raun hærra á forgangslistann ef við ætlum að sjá betri árangur,“ segir Þórhildur.

„Mannleg mistök koma nánast alltaf við sögu í umferðarslysum en auðvitað skiptir líka máli að vegakerfið geti tekið við öllum þessum fjölda sem við sjáum að hefur bæst við og svo þarf auðvitað löggæslan að vera í stakk búin til þess að nauðsynlegu eftirliti.
Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er gríðarlegur og hleypur á um 500 milljörðum síðustu tíu ár. Hluti þess kostnaðar lendi á skattgreiðendum í formi hærri skatta og iðgjöldum til tryggingafélaga.
Þórhildur segir ástandið á Íslandi hvað umferðaröryggi varðar sínu verst eins og staðan er í dag.
„Í samanburði við Norðurlöndin sem eru auðvitað best í heimi að þá erum við ekki þar sem við viljum vera. Við erum lökust,“ segir Þórhildur.