Óformlegur stíll Starri Freyr Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Íþróttafatnaður verður oftast fyrir valinu hjá körfuboltamanninum Kristófer Acox. Hann spilar í Frakklandi í vetur og hlakkar til að komast í sólina og kynnast landinu betur. Fréttablaðið/Stefán Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíllinn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélagsmiðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfirleitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt. Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíllinn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélagsmiðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfirleitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt.
Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein