Hilary Swank og Philip Schneider gengin í það heilaga: „Draumur sem rættist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:53 Hilary Swank giftist ástinni í lífi sínu um helgina. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira