Tveir nýlagðir vegkaflar ónýtir: Ökumenn geta gert bótakröfu á Vegagerðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 10:48 Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Stöð 2/Magnús Hlynur. Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis. Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis.
Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41