Tveir nýlagðir vegkaflar ónýtir: Ökumenn geta gert bótakröfu á Vegagerðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 10:48 Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Stöð 2/Magnús Hlynur. Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis. Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis.
Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41