Hættu við að hafa B-svæði á tónleikadegi Arcade Fire Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 23:16 Á tónleikunum kom í ljós að hætt hefði verið við tvískiptingu salarins. Vísir/tryggvi Páll Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira