Sigurinn á EM bjargaði fjárhagnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Axel Bóasson ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Birgi Leifi Hafþórssyni á verðlaunapalli eftir sigur íslensku sveitarinnar á Evrópumótinu í liðakeppni atvinnukylfinga fyrr í mánuðinum. Nordicphotos/Getty Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK sem varð nýlega Íslandsmeistari í höggleik annað árið í röð, segir að fyrsta ár sitt á Áskorendamótaröð Evrópu hafi tekið á, bæði líkamlega og andlega. Axel er staddur á Íslandi þessa dagana að safna kröftum og fínpússa nokkra hluti áður en hann heldur aftur út. Hann er á fyrsta ári sínu á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu eftir að hafa öðlast þátttökurétt með því að vera stigahæsti kylfingur ársins á Ecco Nordic mótaröðinni í Skandinavíu. „Þótt þetta séu auðvitað gríðarlega forréttindi að vera atvinnukylfingur þá er þetta ár búið að taka mikið á mann andlega, mun meira en líkamlega þrátt fyrir talsverð ferðalög. Spilamennskan er búin að vera kaflaskipt, einfaldlega ekki nógu góð og fyrir vikið er ég ekki að ná niðurskurðum. Þegar komið er á mótin er ég oft að slá og pútta illa og ekki með mikið sjálfstraust. Þótt þetta séu erfiðari vellir þá er það engin afsökun og auðvitað er smá eftirsjá að hafa ekki nýtt tækifærið betur,“ segir Axel.Axel Bóasson slær úr glompu.Ein góð helgi breytir öllu Það getur verið afar stutt á milli móta og fá kylfingar þá lítinn tíma til hvíldar. „Ég fann það á Norður-Írlandi um daginn að ég var gjörsamlega búinn á því. Ég vildi bara komast heim og að gera eitthvað annað en að spila eða æfa golf og þá getur verið erfitt að fara út á æfingasvæði, sérstaklega þar sem þú ert oftast einn að ferðast og æfa. Þegar ég lít til baka hefði ég sennilega átt að vera örlítið skynsamari, halda áætlun betur og taka mér oftar hvíld.“ Stutt er eftir af tímabilinu og er hann vongóður um að ná að spila á 2-3 mótum til viðbótar. „Þú þarft að eiga frábæra fjóra daga til að komast í toppbaráttuna á þessum mótum og ein góð helgi getur breytt öllu. Ég er búinn að skrá mig í öll mót sem eftir eru og fæ sennilega þátttökurétt á 2-3 mótum. Þá er bara að hitta á þessa góðu helgi og færast upp peningalistann, ég er að veðja á það. “ Axel var í sigurliði Íslands á EM í liðakeppni atvinnukylfinga ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttir ásamt því að taka silfur með Birgi Leifi í karlaflokki. „Það var virkilega ánægjuleg reynsla og ég verð alltaf stoltur af þessu afreki, það var líka gaman að spila með Birgi sem hefur upplifað þetta allt og hefur reynst mér vel. Hann er með frábært hugarfar, hugsar um hvert mót sem nýtt tækifæri og vann mót í fyrra sem breytti ansi mörgu fyrir hann,“ segir Axel sem sagði að mótið hefði reynst sér ansi vel fjárhagslega.Þarf að huga vel að fjármálunum Atvinnukylfingar eru sífellt á ferð og flugi og hefur Axel leikið í alls tólf löndum á mótaröðinni. „Staðan var ekkert beint frábær en eftir EM hef ég ekki sömu áhyggjurnar. Það bjargaði árinu fjárhagslega. Það halda margir að með atvinnumennsku í golfi komi sandur af seðlum en það þarf að huga vel að fjárhagslegu hliðinni. Það er kaldur raunveruleiki atvinnukylfingsins og sennilega ástæðan fyrir því að margir frambærilegir kylfingar hætta að reyna. Þeim tekst ekki að komast fljótlega inn á stærstu mótaraðirnar en sem betur fer erum við með afar öflugan styrktaraðila í Forskoti sem hefur lyft íslensku golfi á næsta stig. Það eru sífellt fleiri kylfingar að koma frá Íslandi og við erum komin með kylfinga á risamótin.“ Það lítur allt út fyrir að Axel missi þátttökurétt sinn á Áskorendamótaröðinni en hann er búinn að skrá sig í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina í haust, sterkustu mótaröð í Evrópu. „Ég er með fimm ára þátttökurétt á Norðurlandamótaröðinni og fer þangað ef ég næ ekki að endurnýja hér. Ég hugsaði þegar ég komst inn á Áskorendamótaröðina að ég myndi gefa þessu 3-5 ár til viðbótar en það fer auðvitað allt eftir fjárhagslegu hliðinni. Ég er allavega búinn að skrá mig á fyrsta stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í haust, ef ég kemst á lokastigið fæ ég annað ár á Áskorendamótaröðinni,“ segir Axel. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK sem varð nýlega Íslandsmeistari í höggleik annað árið í röð, segir að fyrsta ár sitt á Áskorendamótaröð Evrópu hafi tekið á, bæði líkamlega og andlega. Axel er staddur á Íslandi þessa dagana að safna kröftum og fínpússa nokkra hluti áður en hann heldur aftur út. Hann er á fyrsta ári sínu á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu eftir að hafa öðlast þátttökurétt með því að vera stigahæsti kylfingur ársins á Ecco Nordic mótaröðinni í Skandinavíu. „Þótt þetta séu auðvitað gríðarlega forréttindi að vera atvinnukylfingur þá er þetta ár búið að taka mikið á mann andlega, mun meira en líkamlega þrátt fyrir talsverð ferðalög. Spilamennskan er búin að vera kaflaskipt, einfaldlega ekki nógu góð og fyrir vikið er ég ekki að ná niðurskurðum. Þegar komið er á mótin er ég oft að slá og pútta illa og ekki með mikið sjálfstraust. Þótt þetta séu erfiðari vellir þá er það engin afsökun og auðvitað er smá eftirsjá að hafa ekki nýtt tækifærið betur,“ segir Axel.Axel Bóasson slær úr glompu.Ein góð helgi breytir öllu Það getur verið afar stutt á milli móta og fá kylfingar þá lítinn tíma til hvíldar. „Ég fann það á Norður-Írlandi um daginn að ég var gjörsamlega búinn á því. Ég vildi bara komast heim og að gera eitthvað annað en að spila eða æfa golf og þá getur verið erfitt að fara út á æfingasvæði, sérstaklega þar sem þú ert oftast einn að ferðast og æfa. Þegar ég lít til baka hefði ég sennilega átt að vera örlítið skynsamari, halda áætlun betur og taka mér oftar hvíld.“ Stutt er eftir af tímabilinu og er hann vongóður um að ná að spila á 2-3 mótum til viðbótar. „Þú þarft að eiga frábæra fjóra daga til að komast í toppbaráttuna á þessum mótum og ein góð helgi getur breytt öllu. Ég er búinn að skrá mig í öll mót sem eftir eru og fæ sennilega þátttökurétt á 2-3 mótum. Þá er bara að hitta á þessa góðu helgi og færast upp peningalistann, ég er að veðja á það. “ Axel var í sigurliði Íslands á EM í liðakeppni atvinnukylfinga ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttir ásamt því að taka silfur með Birgi Leifi í karlaflokki. „Það var virkilega ánægjuleg reynsla og ég verð alltaf stoltur af þessu afreki, það var líka gaman að spila með Birgi sem hefur upplifað þetta allt og hefur reynst mér vel. Hann er með frábært hugarfar, hugsar um hvert mót sem nýtt tækifæri og vann mót í fyrra sem breytti ansi mörgu fyrir hann,“ segir Axel sem sagði að mótið hefði reynst sér ansi vel fjárhagslega.Þarf að huga vel að fjármálunum Atvinnukylfingar eru sífellt á ferð og flugi og hefur Axel leikið í alls tólf löndum á mótaröðinni. „Staðan var ekkert beint frábær en eftir EM hef ég ekki sömu áhyggjurnar. Það bjargaði árinu fjárhagslega. Það halda margir að með atvinnumennsku í golfi komi sandur af seðlum en það þarf að huga vel að fjárhagslegu hliðinni. Það er kaldur raunveruleiki atvinnukylfingsins og sennilega ástæðan fyrir því að margir frambærilegir kylfingar hætta að reyna. Þeim tekst ekki að komast fljótlega inn á stærstu mótaraðirnar en sem betur fer erum við með afar öflugan styrktaraðila í Forskoti sem hefur lyft íslensku golfi á næsta stig. Það eru sífellt fleiri kylfingar að koma frá Íslandi og við erum komin með kylfinga á risamótin.“ Það lítur allt út fyrir að Axel missi þátttökurétt sinn á Áskorendamótaröðinni en hann er búinn að skrá sig í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina í haust, sterkustu mótaröð í Evrópu. „Ég er með fimm ára þátttökurétt á Norðurlandamótaröðinni og fer þangað ef ég næ ekki að endurnýja hér. Ég hugsaði þegar ég komst inn á Áskorendamótaröðina að ég myndi gefa þessu 3-5 ár til viðbótar en það fer auðvitað allt eftir fjárhagslegu hliðinni. Ég er allavega búinn að skrá mig á fyrsta stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í haust, ef ég kemst á lokastigið fæ ég annað ár á Áskorendamótaröðinni,“ segir Axel.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira