Júníus Meyvant gefur út nýtt lag í dag Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 High Alert eftir Júníus Meyvant er hægt að nálgast meðal annars á Spotify SIGRÍÐUR UNNUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira