Ekki frost í kortunum næstu vikuna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2018 18:45 Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór. Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór.
Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54
Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51