Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ráðhússstarfsmenn í Borgarnesi vilja ekki meiri dónaskap. Fréttablaðið/Pjetur Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira