Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2018 19:30 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn sem tók eigið líf árið 2010, þá 16 ára gamall. Vísir/Sigurjón Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn. Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn.
Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30