Segir að eftir fimmtán ár verði of seint að grípa til aðgerða í loftlagsmálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2018 20:30 Loftlagsgangan var gengin í þriðja sinn í dag og var krafa göngunnar að tafarlaust yrði gripið til árangursríkra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Formaður stjórnar votlendissjóðs segir að eftir einungis tíu til fimmtán ár verði of seint að grípa til aðgerða. Nokkur hundruð manns gengu frá Hallgrímskirkju í dag en hópurinn fer fram á að ríkisstjórnin dragi vagninn og greiði götuna fyrir sjálfbæru samfélagi. „Það kemur enginn og bjargar okkur út úr þessum vanda. Við erum síðasta kynslóðin áþessari plánetu sem getur hugsanlega stoppað þetta. Krafan er bara ein, við þurfum að hefjast handa. Loftlagsmálin þau bíða ekki eftir neinum. Við höfum bara örstuttan tíma til að vinna íþessu og við viljum aðgerðir strax. Við höfum tækifæri. Við höfum von. Við verðum að snúa bökum saman. Bretta upp ermar og láta þetta ganga. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður stjórnar Votlendissjóðs.Fjölmennt var í göngunniAð sögn Eyþórs vill hópurinn meðal annars banna svartolíu á Íslandi, stöðva matarsóun, endurheimta votlendið og rækta skóga. Þá segir hann endurheimtun votlendis stærstu skrefin. Aðspurður hvort of seint verði að grípa til aðgerða eftir 10-15 ár segir Eyþór: „Já. Við erum síðasta kynslóðin áþessari jörð sem getur bjargaðþessu. Við höfum til þess 10-15 ár hámark segja sérfræðingarnir og þá er það líklega orðið of seint. Við vitum ekki hvað gerist,“ segir Eyþór. Umhverfismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Loftlagsgangan var gengin í þriðja sinn í dag og var krafa göngunnar að tafarlaust yrði gripið til árangursríkra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Formaður stjórnar votlendissjóðs segir að eftir einungis tíu til fimmtán ár verði of seint að grípa til aðgerða. Nokkur hundruð manns gengu frá Hallgrímskirkju í dag en hópurinn fer fram á að ríkisstjórnin dragi vagninn og greiði götuna fyrir sjálfbæru samfélagi. „Það kemur enginn og bjargar okkur út úr þessum vanda. Við erum síðasta kynslóðin áþessari plánetu sem getur hugsanlega stoppað þetta. Krafan er bara ein, við þurfum að hefjast handa. Loftlagsmálin þau bíða ekki eftir neinum. Við höfum bara örstuttan tíma til að vinna íþessu og við viljum aðgerðir strax. Við höfum tækifæri. Við höfum von. Við verðum að snúa bökum saman. Bretta upp ermar og láta þetta ganga. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður stjórnar Votlendissjóðs.Fjölmennt var í göngunniAð sögn Eyþórs vill hópurinn meðal annars banna svartolíu á Íslandi, stöðva matarsóun, endurheimta votlendið og rækta skóga. Þá segir hann endurheimtun votlendis stærstu skrefin. Aðspurður hvort of seint verði að grípa til aðgerða eftir 10-15 ár segir Eyþór: „Já. Við erum síðasta kynslóðin áþessari jörð sem getur bjargaðþessu. Við höfum til þess 10-15 ár hámark segja sérfræðingarnir og þá er það líklega orðið of seint. Við vitum ekki hvað gerist,“ segir Eyþór.
Umhverfismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira