Umferðarslys varð á Suðurstrandarvegi um klukkan hálf eitt í dag þegar bifreið fór út af veginum við Krísuvíkurveg.
Slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn voru sendir frá Hafnarfirði og Grindavík en ökumaðurinn var einn í bílnum sem valt og þurfti að beita klippum til að ná ökumanninum út.
Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum eru meiðsli hans ekki talin alvarleg.
