Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Sylvía Hall skrifar 8. september 2018 12:40 Miller og Grande á góðgerðartónleikum í Manchester, stuttu eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tónleikum hennar þar í borg. Vísir/Getty Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. Grande og Miller hættu saman eftir tveggja ára samband í maí síðastliðnum.Parið var saman í rúmlega tvö ár.Vísir/GettyAðeins meira en bara vinir Grande og Miller unnu saman árið 2012 þegar þau gerðu ábreiðu af jólalaginu „Baby It‘s Cold Outside“ árið 2012, og ári seinna fylgdi smellurinn „The Way“ og innilegt tónlistarmyndband þar sem parið endar í miklukossaflensi. Þrátt fyrir margar vísbendingar um annað sögðust þau aðeins vera góðir vinir. Það var svo í september árið 2016 að Grande birti mynd af þeim saman á Instagram og staðfesti þar með margra ára sögusagnir um að þau væru aðeins meira en bara vinir. View this post on Instagrambaabyyy A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 6, 2016 at 4:28pm PDT Í viðtali við Ellen var söngkonan spurð hvort hún væri hamingjusöm með Miller og var svarið einfalt: „já“.Fíknin gerði út um sambandið Í maí síðastliðnum bárust fregnir af því að Grande og Miller höfðu slitið samvistum og stuttu seinna opinberaði hún samband sitt við núverandi unnusta sinn, grínistann Pete Davidson en þau trúlofuðu sig stuttu seinna. Í kjölfar sambandslitanna mynd af þeim saman á Instagram þar sem hún sagði Miller vera „einn af sínum bestu vinum og uppáhalds manneskjum í heiminum“ og hún væri þakklát fyrir að hafa hann í lífi sínu. Þá sagði hún skilyrðislausa ást vera óeigingjarna, og hún þyrfti að gera það sem væri best fyrir hann þó það þýddi að enda sambandið.SkjáskotÁ sama tíma virtist Miller eiga í miklum erfiðleikum með neyslu sína og var meðal annars handtekinn eftir að hafa klesst bifreið sína undir áhrifum stuttu eftir sambandsslitin. Aðdáendur Miller voru ekki parsáttir við söngkonuna og kenndu henni um ástand rapparans. Þá sagði einn sambandsslitin vera „átakanlegasta sem hafði komið fyrir í Hollywood“ eftir að Miller hafði gefið út plötu sem var sögð vera að miklu leyti tileinkuð Grande.Mac Miller totalling his G wagon and getting a DUI after Ariana Grande dumped him for another dude after he poured his heart out on a ten song album to her called the divine feminine is just the most heartbreaking thing happening in Hollywood — Elijah Flint (@FlintElijah) 21 May 2018 Grande tók til varna eftir þetta tíst og tjáði sig í fyrsta sinn um ástæður sambandslitanna. Hún sagði sambandið hafa verið „eitrað“ og hún hafi reynt eftir bestu getu að hjálpa honum í baráttu við fíknina, það hefði verið erfitt og hræðilegt. Þá sagði hún það vera ósanngjarna kröfu á konur að þær þyrftu að vera bæði barnapíur og mæður og tilhneiging samfélagsins til þess að gera þær ábyrgar fyrir mistökum karlmanna væri ólíðandi.pic.twitter.com/1GPM6smsBu — Ariana Grande (@ArianaGrande) 23 May 2018Lokaði fyrir athugasemdir á Instagram Eftir að fregnir bárust af dauðsfalli rapparans í gærkvöld varð Grande fyrir barðinu á óvægnum ummælum margra aðdáenda rapparans sem sögðu hana ábyrga fyrir því sem hafði gerst. Þá þurfti hún að loka fyrir athugasemdir á Instagram-reikningi sínum. Á Twitter sögðu margir ástarsorgina hafa gert út af við Miller og dauða hans mætti rekja til þess. Þá vildu margir meina að Grande hafði verið of fljót að fara í samband með Davidson og það hafi farið illa í Miller. Mac miller was really killed by a heartbreak Ariana and Pete really took him there don’t @ me. Love powerful. Ariana really a dangerous woman holy fuck. — I ain't shit (@sheslulu) 7 September 2018 Ariana Grande really may be responsible for Mac Miller’s death, idc — Houston HeartThrob (@atspace) 7 September 2018Mac Miller kom fram í spjallþætti Stephen Colbert fyrir minna en mánuði síðan.Vísir/GettyMargir hafa tekið upp hanskann fyrir Grande og benda á að hún geti ekki borið ábyrgð á gjörðum Miller eða tilfinningum hans, meðal annars rapparinn Angel Haze sem bendir á að vandamál Miller hafi ekki byrjað þegar Grande sleit sambandinu, en þrátt fyrir ungan aldur hefur Miller átt í erfiðleikum með fíkniefni um langa hríð. Þá benda margir á að Grande hafi sjálf gengið í gegnum margt undanfarna mánuði, en í mars á síðasta ári var gerð hryðjuverkaárás á tónleika hennar þar sem 22 aðdáendur hennar létust. Andlát fyrrverandi kærasta hennar er því enn eitt áfallið á stuttum tíma fyrir söngkonuna ungu. ariana's probably still processing the guilt of what happened in manchester and now people are really blaming her for mac's death? this kind of shit destroys someone's mental health — caroline (@bocaslumos) 7 September 2018 Ariana grande is not responsible for another person’s happiness or sobriety. We all love Mac, but dont act like those demons began when she left. Yall are wack. Mourn him & send ur peace, doing evil shit does this whole situation no justice. Rest easy, man. — haze (@AngelHaze) 8 September 2018 i’ll tell you what we’re NOT gonna do is send disgusting messages and blame toward ariana grande. i don’t know the details of the tragedy, but NO ONE ELSE is responsible for any sort of mental illness, addiction, choices. she’s also grieving, send her LOVE in this time. — GABBIE HANNA (@TheGabbieShow) 7 September 2018Tónlistarheimurinn syrgir Miller Miller hafði gefið út plötuna „Swimming“ fyrir rúmum mánuði síðan og átti tónleikaferðalag hans að hefjast þann 27. október. Sama dag og hann lést hafði hann lýst yfir mikilli tilhlökkun og sagðist óska þess að tónleikaferðalagið myndi hefjast þegar í stað.Go get tickets for tour. Thundercat J.I.D. I’m bringing a band. The show is going to be special every night. I wish it started tomorrow. It starts October 27th.https://t.co/RGYZC5DTza — Mac (@MacMiller) 7 September 2018 Þá hafa aðrir tónlistarmenn lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum og er greinilegt að margir munu syrgja þennan vinsæla rappara.Rest In Peace Mac Miller. It’s a sad day. — The Weeknd (@theweeknd) 7 September 2018 Completely devastated and heart broken I’m at a loss for words mac you were like a brother to me and were there for me in the hardest of times, especially this summer. I can’t believe this is real. — G-Eazy (@G_Eazy) 7 September 2018 Rest in your peace Mac Miller. Always exuded so much kindness and goodness. Thank you for sharing your gifts with us all. — solange knowles (@solangeknowles) 7 September 2018 I dont know what to say Mac Miller took me on my second tour ever. But beyond helping me launch my career he was one of the sweetest guys I ever knew. Great man. I loved him for real. Im completely broken. God bless him. — Chance The Rapper (@chancetherapper) 7 September 2018 Rest In Peace to the great soul Mac Miller — J. Cole (@JColeNC) 7 September 2018 Tengdar fréttir Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Sjá meira
Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. Grande og Miller hættu saman eftir tveggja ára samband í maí síðastliðnum.Parið var saman í rúmlega tvö ár.Vísir/GettyAðeins meira en bara vinir Grande og Miller unnu saman árið 2012 þegar þau gerðu ábreiðu af jólalaginu „Baby It‘s Cold Outside“ árið 2012, og ári seinna fylgdi smellurinn „The Way“ og innilegt tónlistarmyndband þar sem parið endar í miklukossaflensi. Þrátt fyrir margar vísbendingar um annað sögðust þau aðeins vera góðir vinir. Það var svo í september árið 2016 að Grande birti mynd af þeim saman á Instagram og staðfesti þar með margra ára sögusagnir um að þau væru aðeins meira en bara vinir. View this post on Instagrambaabyyy A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 6, 2016 at 4:28pm PDT Í viðtali við Ellen var söngkonan spurð hvort hún væri hamingjusöm með Miller og var svarið einfalt: „já“.Fíknin gerði út um sambandið Í maí síðastliðnum bárust fregnir af því að Grande og Miller höfðu slitið samvistum og stuttu seinna opinberaði hún samband sitt við núverandi unnusta sinn, grínistann Pete Davidson en þau trúlofuðu sig stuttu seinna. Í kjölfar sambandslitanna mynd af þeim saman á Instagram þar sem hún sagði Miller vera „einn af sínum bestu vinum og uppáhalds manneskjum í heiminum“ og hún væri þakklát fyrir að hafa hann í lífi sínu. Þá sagði hún skilyrðislausa ást vera óeigingjarna, og hún þyrfti að gera það sem væri best fyrir hann þó það þýddi að enda sambandið.SkjáskotÁ sama tíma virtist Miller eiga í miklum erfiðleikum með neyslu sína og var meðal annars handtekinn eftir að hafa klesst bifreið sína undir áhrifum stuttu eftir sambandsslitin. Aðdáendur Miller voru ekki parsáttir við söngkonuna og kenndu henni um ástand rapparans. Þá sagði einn sambandsslitin vera „átakanlegasta sem hafði komið fyrir í Hollywood“ eftir að Miller hafði gefið út plötu sem var sögð vera að miklu leyti tileinkuð Grande.Mac Miller totalling his G wagon and getting a DUI after Ariana Grande dumped him for another dude after he poured his heart out on a ten song album to her called the divine feminine is just the most heartbreaking thing happening in Hollywood — Elijah Flint (@FlintElijah) 21 May 2018 Grande tók til varna eftir þetta tíst og tjáði sig í fyrsta sinn um ástæður sambandslitanna. Hún sagði sambandið hafa verið „eitrað“ og hún hafi reynt eftir bestu getu að hjálpa honum í baráttu við fíknina, það hefði verið erfitt og hræðilegt. Þá sagði hún það vera ósanngjarna kröfu á konur að þær þyrftu að vera bæði barnapíur og mæður og tilhneiging samfélagsins til þess að gera þær ábyrgar fyrir mistökum karlmanna væri ólíðandi.pic.twitter.com/1GPM6smsBu — Ariana Grande (@ArianaGrande) 23 May 2018Lokaði fyrir athugasemdir á Instagram Eftir að fregnir bárust af dauðsfalli rapparans í gærkvöld varð Grande fyrir barðinu á óvægnum ummælum margra aðdáenda rapparans sem sögðu hana ábyrga fyrir því sem hafði gerst. Þá þurfti hún að loka fyrir athugasemdir á Instagram-reikningi sínum. Á Twitter sögðu margir ástarsorgina hafa gert út af við Miller og dauða hans mætti rekja til þess. Þá vildu margir meina að Grande hafði verið of fljót að fara í samband með Davidson og það hafi farið illa í Miller. Mac miller was really killed by a heartbreak Ariana and Pete really took him there don’t @ me. Love powerful. Ariana really a dangerous woman holy fuck. — I ain't shit (@sheslulu) 7 September 2018 Ariana Grande really may be responsible for Mac Miller’s death, idc — Houston HeartThrob (@atspace) 7 September 2018Mac Miller kom fram í spjallþætti Stephen Colbert fyrir minna en mánuði síðan.Vísir/GettyMargir hafa tekið upp hanskann fyrir Grande og benda á að hún geti ekki borið ábyrgð á gjörðum Miller eða tilfinningum hans, meðal annars rapparinn Angel Haze sem bendir á að vandamál Miller hafi ekki byrjað þegar Grande sleit sambandinu, en þrátt fyrir ungan aldur hefur Miller átt í erfiðleikum með fíkniefni um langa hríð. Þá benda margir á að Grande hafi sjálf gengið í gegnum margt undanfarna mánuði, en í mars á síðasta ári var gerð hryðjuverkaárás á tónleika hennar þar sem 22 aðdáendur hennar létust. Andlát fyrrverandi kærasta hennar er því enn eitt áfallið á stuttum tíma fyrir söngkonuna ungu. ariana's probably still processing the guilt of what happened in manchester and now people are really blaming her for mac's death? this kind of shit destroys someone's mental health — caroline (@bocaslumos) 7 September 2018 Ariana grande is not responsible for another person’s happiness or sobriety. We all love Mac, but dont act like those demons began when she left. Yall are wack. Mourn him & send ur peace, doing evil shit does this whole situation no justice. Rest easy, man. — haze (@AngelHaze) 8 September 2018 i’ll tell you what we’re NOT gonna do is send disgusting messages and blame toward ariana grande. i don’t know the details of the tragedy, but NO ONE ELSE is responsible for any sort of mental illness, addiction, choices. she’s also grieving, send her LOVE in this time. — GABBIE HANNA (@TheGabbieShow) 7 September 2018Tónlistarheimurinn syrgir Miller Miller hafði gefið út plötuna „Swimming“ fyrir rúmum mánuði síðan og átti tónleikaferðalag hans að hefjast þann 27. október. Sama dag og hann lést hafði hann lýst yfir mikilli tilhlökkun og sagðist óska þess að tónleikaferðalagið myndi hefjast þegar í stað.Go get tickets for tour. Thundercat J.I.D. I’m bringing a band. The show is going to be special every night. I wish it started tomorrow. It starts October 27th.https://t.co/RGYZC5DTza — Mac (@MacMiller) 7 September 2018 Þá hafa aðrir tónlistarmenn lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum og er greinilegt að margir munu syrgja þennan vinsæla rappara.Rest In Peace Mac Miller. It’s a sad day. — The Weeknd (@theweeknd) 7 September 2018 Completely devastated and heart broken I’m at a loss for words mac you were like a brother to me and were there for me in the hardest of times, especially this summer. I can’t believe this is real. — G-Eazy (@G_Eazy) 7 September 2018 Rest in your peace Mac Miller. Always exuded so much kindness and goodness. Thank you for sharing your gifts with us all. — solange knowles (@solangeknowles) 7 September 2018 I dont know what to say Mac Miller took me on my second tour ever. But beyond helping me launch my career he was one of the sweetest guys I ever knew. Great man. I loved him for real. Im completely broken. God bless him. — Chance The Rapper (@chancetherapper) 7 September 2018 Rest In Peace to the great soul Mac Miller — J. Cole (@JColeNC) 7 September 2018
Tengdar fréttir Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Sjá meira
Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“