Stofna á leigufélag sem einblínir á landsbyggðina Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:30 Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún. Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún.
Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira