Framundan er 23. þáttaröðin af þáttunum vinsælu þar sem fjölmargar konu keppa um hjarta eins piparsveins.
Nú er búið að tilkynna næsta piparsveininn. Næsti piparsveinn heitir Colton Underwood og hefur hann heldur betur komið við sögu áður í þáttunum. Hann barðist um hjarta Beccu Kufrin í síðustu þáttaröð af The Bachelorette og var hann með síðustu mönnum sem féllu úr leik.
Í þeirri seríu kom í ljós að Colton er hreinn sveinn og opnaði hann sig um það fyrir bandarísku þjóðinni. Hér að neðan má sjá atriðið þegar Colton tilkynntu Beccu fréttirnar og viðbrögð hennar sem voru vægast sagt einkennileg.
Í því samtali kom aftur á móti í ljós að Colton hefur komist í „þriðju höfn“ og því ekki alveg óreyndur. Hér að neðan má sjá hvernig samtalið gekk fyrir sig en Colton er 26 ára.