Fagmennska í sundi Guðrún Vilmundardóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Vesturbæjarlaugin er mín uppeldislaug, þangað fór ég að venja komur mínar um það leyti sem hringvegurinn var opnaður. Þar lærði ég að synda, þó aldrei betur en svo að rassinn á það til að skjótast upp úr í skriðsundi ef ég gleymi mér, og ég gleymi mér undantekningalaust á annarri eða þriðju ferð. Sú fyrsta er stundum þokkafull. Af langri reynslu er ég nokkuð heimakomin í lauginni og þekki helstu reglur um háttalag sundgesta. Ég kann að leiðbeina ofan í laugina á þremur tungumálum – ekki myndi ég vilja heimsækja slíka menningarstofnun í ókunnu landi og gera allt rangt. Um daginn kynntist ég nýjum menningarlegum árekstri í lauginni. Við erum tvær í sturtuklefanum að búa okkur til að fara ofan í; báðar fagmenn og þvoum okkur vinsamlegast án sundfata. En svo tek ég eftir að konan fer að gjóa augunum undarlega á mig. Hreinlega glápir. Ég velti fyrir mér hvernig ég eigi að hafa kurteislega orð á því við hana að fullorðið fólk stari ekki hvað á annað í sturtu. Ákveð að nefna þetta blíðlega þegar við göngum út í laug. Við skrúfum fyrir kranana samtímis og um leið breytist eitthvað í hljóðvistinni. Hjá mér vaknar grunur. Þegar ég opna munninn til þess að koma hinni vinsamlegu ábendingu á framfæri rennur upp fyrir mér að ég hafði verið að syngja hástöfum svolítið lag sem ég var búin að vera með á heilanum. Ég er söngvin en ekki lagviss eftir því, og ég fann það einhvern veginn á raddböndunum og lungunum að ég hafði ekki dregið af mér í flutningnum. Ég nikkaði sjálfsörugg til konunnar og við gengum samferða út í pott. Ég raulaði lagið áfram, úr því sem komið var. Og smellti fingrum í takt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun
Vesturbæjarlaugin er mín uppeldislaug, þangað fór ég að venja komur mínar um það leyti sem hringvegurinn var opnaður. Þar lærði ég að synda, þó aldrei betur en svo að rassinn á það til að skjótast upp úr í skriðsundi ef ég gleymi mér, og ég gleymi mér undantekningalaust á annarri eða þriðju ferð. Sú fyrsta er stundum þokkafull. Af langri reynslu er ég nokkuð heimakomin í lauginni og þekki helstu reglur um háttalag sundgesta. Ég kann að leiðbeina ofan í laugina á þremur tungumálum – ekki myndi ég vilja heimsækja slíka menningarstofnun í ókunnu landi og gera allt rangt. Um daginn kynntist ég nýjum menningarlegum árekstri í lauginni. Við erum tvær í sturtuklefanum að búa okkur til að fara ofan í; báðar fagmenn og þvoum okkur vinsamlegast án sundfata. En svo tek ég eftir að konan fer að gjóa augunum undarlega á mig. Hreinlega glápir. Ég velti fyrir mér hvernig ég eigi að hafa kurteislega orð á því við hana að fullorðið fólk stari ekki hvað á annað í sturtu. Ákveð að nefna þetta blíðlega þegar við göngum út í laug. Við skrúfum fyrir kranana samtímis og um leið breytist eitthvað í hljóðvistinni. Hjá mér vaknar grunur. Þegar ég opna munninn til þess að koma hinni vinsamlegu ábendingu á framfæri rennur upp fyrir mér að ég hafði verið að syngja hástöfum svolítið lag sem ég var búin að vera með á heilanum. Ég er söngvin en ekki lagviss eftir því, og ég fann það einhvern veginn á raddböndunum og lungunum að ég hafði ekki dregið af mér í flutningnum. Ég nikkaði sjálfsörugg til konunnar og við gengum samferða út í pott. Ég raulaði lagið áfram, úr því sem komið var. Og smellti fingrum í takt.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun