Formaður ólympíunefndarinnar vill ekki að keppt verði í „morðingjaleikjum“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 16:18 E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Vísir/EPA Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“ Leikjavísir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“
Leikjavísir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira