Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2018 17:00 VÍTI DÓMARI !!! Hér er brotið á Elínu Mettu í fyrri hálfleik innan teigs en ekkert var dæmt. vísir/vilhelm Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. Freyr Alexandersson gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í leiknum gegn Þjóðverjum og óhætt að segja að hans stelpur hafi verið klárar í slaginn. Þær tóku yfir leikinn strax í upphafi og voru geysilega grimmar. Fyrsta dauðafærið kom strax eftir rúmlega fimm mínútna leik. Þá slapp Elín Metta ein í gegn en lét verja frá sér. Því miður átti það eftir að vera saga fyrri hálfleiksins.Vonbrigðin voru mikil.vísir/vilhelmGefa Tékkum mark Liðið varð svo fyrir áfalli á 12. mínútu er Tékkar fóru í sína fyrstu sókn. Sending fyrir markið þar sem tveir leikmenn Tékka biðu eftir boltanum. Hallbera sofandi í vörninni og spilaði Tékkana réttstæða. Skallinn hjá Szewieczková var ekki merkilegur. Beint á Guðbjörgu en hún gat ekki haldið boltanum. Skelfileg mistök annan leikinn í röð hjá henni. Það má ekki í svona stórum leikjum. Stelpurnar létu markið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að sækja af krafti. Hallbera átti skalla í slá tveimur mínútum eftir markið. Á næstu tíu mínútum átti stelpurnar skalla í slá og stöng. Þeim var fullkomlega fyrirmunað koma boltanum yfir línuna. Því var nú verr og miður.Hörmulegur dómari Íslenska liðið var svo snuðað um víti af ömurlegum makedónskum dómara þegar markvörður Tékka sópaði undan Elínu Mettu á 27. mínútu. Algerlega galið að hún skildi ekki dæma. Þegar flautað var til leikhlés leiddu Tékkar með klaufamarkinu og ljóst að stelpurnar þyrftu að fara að nýta færin í síðari hálfleik til þess að halda lífi í HM-draumnum. Þær voru miklu betri aðilinn á vellinum. Stelpurnar héldu áfram sama taktinum í upphafi síðari hálfleiks en sem fyrr, án árangurs. Eftir um tíu mínútur var eins og einhver hefði sprengt blöðru enda var allur vindur úr okkar stúlkum.Tékknesku stelpurnar fagna.Orkulausar Tékkar tóku yfir leikinn og voru líklegri að bæta við en Ísland að jafna. Stelpurnar voru alltaf skrefi á eftir og gátu varla tengt saman tvær sendingar er þær náðu boltanum. Þetta var einfaldlega hrikalega lélegt. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Allt liðið var komið niður á sama lélega planið og engin líkleg til þess að stíga upp og rífa liðið með sér. Ekki einu sinni fyrirliðinn Sara Björk sem venjulega klikkar ekki. Þetta var ekki hennar dagur frekar en dagur annarra í liðinu. Þjálfarinn líka lengi að bregðast við þegar nákvæmlega ekkert var að gerast hjá hans liði. Þremur mínútum fyrir leikslok brast stíflan mjög óvænt. Langt innkast frá Sif, klafs í teignum. Boltinn barst svo til Glódísar sem afgreiddi boltann smekklega í netið. Þarna var ekkert í kortunum að íslenska liðið væri að fara að skora mark en Glódís var lítið að spá í því og kláraði færið vel.Vítaklúður Dramatíkinni var ekki lokið. Átta sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma var Elín Metta toguð niður í teignum og núna dæmdi dómarinn víti. Sara steig á punktinn, skaut ákveðið í hægra hornið en þar var tékkneski markvörðurinn mættur og varði glæsilega. Berglind Björg fékk dauðafæri í uppbótartíma en skalli hennar var slakur. Það var síðasta færi íslenska liðsins og HM-draumurinn dáinn. Þvílík vonbrigði. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum Stelpurnar fengu ekki háar einkunnar fyrir frammistöðuna á móti Tékklandi. 4. september 2018 16:58 Freyr hættur að þjálfa landsliðið Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann væri hættur að þjálfa liðið. 4. september 2018 17:04
Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. Freyr Alexandersson gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í leiknum gegn Þjóðverjum og óhætt að segja að hans stelpur hafi verið klárar í slaginn. Þær tóku yfir leikinn strax í upphafi og voru geysilega grimmar. Fyrsta dauðafærið kom strax eftir rúmlega fimm mínútna leik. Þá slapp Elín Metta ein í gegn en lét verja frá sér. Því miður átti það eftir að vera saga fyrri hálfleiksins.Vonbrigðin voru mikil.vísir/vilhelmGefa Tékkum mark Liðið varð svo fyrir áfalli á 12. mínútu er Tékkar fóru í sína fyrstu sókn. Sending fyrir markið þar sem tveir leikmenn Tékka biðu eftir boltanum. Hallbera sofandi í vörninni og spilaði Tékkana réttstæða. Skallinn hjá Szewieczková var ekki merkilegur. Beint á Guðbjörgu en hún gat ekki haldið boltanum. Skelfileg mistök annan leikinn í röð hjá henni. Það má ekki í svona stórum leikjum. Stelpurnar létu markið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að sækja af krafti. Hallbera átti skalla í slá tveimur mínútum eftir markið. Á næstu tíu mínútum átti stelpurnar skalla í slá og stöng. Þeim var fullkomlega fyrirmunað koma boltanum yfir línuna. Því var nú verr og miður.Hörmulegur dómari Íslenska liðið var svo snuðað um víti af ömurlegum makedónskum dómara þegar markvörður Tékka sópaði undan Elínu Mettu á 27. mínútu. Algerlega galið að hún skildi ekki dæma. Þegar flautað var til leikhlés leiddu Tékkar með klaufamarkinu og ljóst að stelpurnar þyrftu að fara að nýta færin í síðari hálfleik til þess að halda lífi í HM-draumnum. Þær voru miklu betri aðilinn á vellinum. Stelpurnar héldu áfram sama taktinum í upphafi síðari hálfleiks en sem fyrr, án árangurs. Eftir um tíu mínútur var eins og einhver hefði sprengt blöðru enda var allur vindur úr okkar stúlkum.Tékknesku stelpurnar fagna.Orkulausar Tékkar tóku yfir leikinn og voru líklegri að bæta við en Ísland að jafna. Stelpurnar voru alltaf skrefi á eftir og gátu varla tengt saman tvær sendingar er þær náðu boltanum. Þetta var einfaldlega hrikalega lélegt. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Allt liðið var komið niður á sama lélega planið og engin líkleg til þess að stíga upp og rífa liðið með sér. Ekki einu sinni fyrirliðinn Sara Björk sem venjulega klikkar ekki. Þetta var ekki hennar dagur frekar en dagur annarra í liðinu. Þjálfarinn líka lengi að bregðast við þegar nákvæmlega ekkert var að gerast hjá hans liði. Þremur mínútum fyrir leikslok brast stíflan mjög óvænt. Langt innkast frá Sif, klafs í teignum. Boltinn barst svo til Glódísar sem afgreiddi boltann smekklega í netið. Þarna var ekkert í kortunum að íslenska liðið væri að fara að skora mark en Glódís var lítið að spá í því og kláraði færið vel.Vítaklúður Dramatíkinni var ekki lokið. Átta sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma var Elín Metta toguð niður í teignum og núna dæmdi dómarinn víti. Sara steig á punktinn, skaut ákveðið í hægra hornið en þar var tékkneski markvörðurinn mættur og varði glæsilega. Berglind Björg fékk dauðafæri í uppbótartíma en skalli hennar var slakur. Það var síðasta færi íslenska liðsins og HM-draumurinn dáinn. Þvílík vonbrigði.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum Stelpurnar fengu ekki háar einkunnar fyrir frammistöðuna á móti Tékklandi. 4. september 2018 16:58 Freyr hættur að þjálfa landsliðið Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann væri hættur að þjálfa liðið. 4. september 2018 17:04
Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum Stelpurnar fengu ekki háar einkunnar fyrir frammistöðuna á móti Tékklandi. 4. september 2018 16:58
Freyr hættur að þjálfa landsliðið Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann væri hættur að þjálfa liðið. 4. september 2018 17:04
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti