Hneyksluð á endurkomu Atla Rafns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2018 10:30 Hildur Lilliendahl lætur sig mál Atla Rafn Sigurðarsonar leikara varða. Fréttablaðið/Stefán Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. Atli Rafn sneri á dögunum aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu eftir ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Reyndar varð lítið af því að hann léki í Borgarleikhúsinu en þaðan var honum sagt upp í desember vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna. „Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum kannski 8-10 mánuði, og mæti svo bara aftur að því loknu eins og ekkert hafi gerst? Er það ekki svona sirka ferlið?“ spyr Hildur á Facebook-vegg sínum.Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkEngar kvartanir í Þjóðleikhúsinu að sögn Ara Óhætt er að segja að um mikið hitamál sé að ræða. Mál Atla Rafns var líklega það sem vakti mesta athygli í #metoo byltingunni hér á landi. Atli Rafn sagði að honum hefði verið sagt upp vegna nafnlausra ábendinga en fyrir það þvertók Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Ábendingar hefðu meðal annars verið frá samstarfsfólki. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir engar kvartanir hafa borist vegna Atla Rafns inn á sitt borð. Ekkert annað hafi því verið í stöðunni en að hann sneri aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu að loknu ársleyfi sínu, þann 20. ágúst. Mikil umræða hefur skapast á þræði Hildar á Facebook þar sem flestir hneykslast á því að leikarinn sé snúinn aftur til starfa. Aðrir spyrja hvað Atli Rafn ætti að gera. Hann sé menntaður leikari og hafi ekki verið ákærður fyrir meint brot sín.Atla Rafn Sigurðarson mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk.Fréttablaðið/Ernir„Hann má moka skurði eða skúra gólf“ „Ef karlar sem hafa brotið á konum kynferðislega, svo ekki sé talað um þegar það er á allra vitorði, raunverulega iðrast gjörða sinna, þá sýna þeir þolendum sínum og þolendum kynferðisbrota almennt þá lágmarksvirðingu að halda sig utan sviðsljóssins og opinberra þjónustustarfa þar sem þolendur eru bókstaflega í sífelldri hættu á að rekast á þá,“ segir Hildur. „Hann má moka skurði eða skúra gólf eða smíða skartgripi mér að meinalausu.“ Hildur segist vita fyrir víst að til séu konur sem geta ekki mætt á viðburði þar sem hætta sé á að hann sé og sömuleiðis ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá sér ef hætta sé á því að hann sé þar. „Þetta gildir um konur á öllum sviðum vegna allskonar karla sem samfélagið hefur ákveðið að eigi óskoraðan rétt á að vera í sviðsljósinu af því að þeir hafa ekki verið dæmdir eða að öðrum kosti þegar tekið út refsingu sína. Ég þekki óteljandi konur sem eru að einu eða öðru eða öllu leyti í stofufangelsi vegna þess að þessir karlar hafa svo mikinn rétt á að keyra strætó eða vera í sjónvarpinu. Og aaaaaldrei snýst umræðan um rétt þessara kvenna til að fokking taka strætó, kveikja á sjónvarpinu eða mæta í leikhús án þess að verða alvarlega veikar. Veistu af hverju ekki? Af því að feðraveldi.“Jónsmessunæturdraumur í vetur Atli Rafn verður í hlutverki í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu í vetur og öðrum verkefnum í leikhúsinu. Hildur telur að Þjóðleikhúsið hefði getað brugðist öðruvísi við málinu. Ólíklegt sé að samningur hans kveði á um að hann verði að fá tiltekin hlutverk í leikhúsinu. „Auk þess sem það er alltaf hægt að falla á sverðið og borga þann pening sem það kostar að reka opinberan starfsmann sem hið opinbera vill ekki hafa í vinnu. Sá leikur hefur margoft verið leikinn. Ef alþjóðaaktívismi kvenna eins og me too skilar ekki öðru en að gúbbar drulla sér í nokkurra mánaða híði, þá erum við bara vopnlausar og svona tone policing gerir okkur ennþá reiðari og vondaufari.“Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Monday, September 3, 2018 Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. Atli Rafn sneri á dögunum aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu eftir ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Reyndar varð lítið af því að hann léki í Borgarleikhúsinu en þaðan var honum sagt upp í desember vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna. „Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum kannski 8-10 mánuði, og mæti svo bara aftur að því loknu eins og ekkert hafi gerst? Er það ekki svona sirka ferlið?“ spyr Hildur á Facebook-vegg sínum.Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkEngar kvartanir í Þjóðleikhúsinu að sögn Ara Óhætt er að segja að um mikið hitamál sé að ræða. Mál Atla Rafns var líklega það sem vakti mesta athygli í #metoo byltingunni hér á landi. Atli Rafn sagði að honum hefði verið sagt upp vegna nafnlausra ábendinga en fyrir það þvertók Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Ábendingar hefðu meðal annars verið frá samstarfsfólki. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir engar kvartanir hafa borist vegna Atla Rafns inn á sitt borð. Ekkert annað hafi því verið í stöðunni en að hann sneri aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu að loknu ársleyfi sínu, þann 20. ágúst. Mikil umræða hefur skapast á þræði Hildar á Facebook þar sem flestir hneykslast á því að leikarinn sé snúinn aftur til starfa. Aðrir spyrja hvað Atli Rafn ætti að gera. Hann sé menntaður leikari og hafi ekki verið ákærður fyrir meint brot sín.Atla Rafn Sigurðarson mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk.Fréttablaðið/Ernir„Hann má moka skurði eða skúra gólf“ „Ef karlar sem hafa brotið á konum kynferðislega, svo ekki sé talað um þegar það er á allra vitorði, raunverulega iðrast gjörða sinna, þá sýna þeir þolendum sínum og þolendum kynferðisbrota almennt þá lágmarksvirðingu að halda sig utan sviðsljóssins og opinberra þjónustustarfa þar sem þolendur eru bókstaflega í sífelldri hættu á að rekast á þá,“ segir Hildur. „Hann má moka skurði eða skúra gólf eða smíða skartgripi mér að meinalausu.“ Hildur segist vita fyrir víst að til séu konur sem geta ekki mætt á viðburði þar sem hætta sé á að hann sé og sömuleiðis ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá sér ef hætta sé á því að hann sé þar. „Þetta gildir um konur á öllum sviðum vegna allskonar karla sem samfélagið hefur ákveðið að eigi óskoraðan rétt á að vera í sviðsljósinu af því að þeir hafa ekki verið dæmdir eða að öðrum kosti þegar tekið út refsingu sína. Ég þekki óteljandi konur sem eru að einu eða öðru eða öllu leyti í stofufangelsi vegna þess að þessir karlar hafa svo mikinn rétt á að keyra strætó eða vera í sjónvarpinu. Og aaaaaldrei snýst umræðan um rétt þessara kvenna til að fokking taka strætó, kveikja á sjónvarpinu eða mæta í leikhús án þess að verða alvarlega veikar. Veistu af hverju ekki? Af því að feðraveldi.“Jónsmessunæturdraumur í vetur Atli Rafn verður í hlutverki í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu í vetur og öðrum verkefnum í leikhúsinu. Hildur telur að Þjóðleikhúsið hefði getað brugðist öðruvísi við málinu. Ólíklegt sé að samningur hans kveði á um að hann verði að fá tiltekin hlutverk í leikhúsinu. „Auk þess sem það er alltaf hægt að falla á sverðið og borga þann pening sem það kostar að reka opinberan starfsmann sem hið opinbera vill ekki hafa í vinnu. Sá leikur hefur margoft verið leikinn. Ef alþjóðaaktívismi kvenna eins og me too skilar ekki öðru en að gúbbar drulla sér í nokkurra mánaða híði, þá erum við bara vopnlausar og svona tone policing gerir okkur ennþá reiðari og vondaufari.“Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Monday, September 3, 2018
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32