Matgæðingurinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 3. september 2018 07:00 Árið 1991 fann fjölmiðillinn DV upp orðið „matgæðingur“. Ég hef ekki skoðun á því hvort þetta er gott orð eða slæmt. Fyrirbærið er hér til umfjöllunar. Matgæðingnum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Það er alltaf verið að segja okkur hvað hann ætlar að éta um næstu helgi eða hvar hann át í gær. Og hann dregur ekki við sig að kynna það alþjóð hverjum hann býður í mat. Flottast er ef matgæðingurinn kemur úr einhverri þeirri stétt manna sem ætti helst ekki að hafa hundsvit á mat – því þá kemst hann í sjónvarpið og kennir okkur að elda lambalund eða rauðsprettu. Karlmenn gefa sig frekar út fyrir að vera matgæðingar en konur. Liggur þar líklegast undir aldagömul ánauð kvenna við hlóðir, potta og spansuðuhellur – að elda þverskorna ýsu. Og graut. Matgæðingar standa ekki í svoleiðis, þeir elda bara fínt – þegar ekki er eldað ofan í þá. En það er bara til tilbreytingar sem þeir borða heima hjá sér. Þeir eiga að vísu krakka sem borða ristað brauð með smjöri og osti og graðga í sig Cheerios og súrmjólk – en það borðhald þekkir matgæðingurinn ekki. Hann er í svokölluðum „bröns“ þegar krakkadýrin seðja sárasta hungrið. Matgæðingurinn borðar ekki saltað hrossakjöt og ekki signa ýsu, hann gerir ekki kindakæfu og ekki kann hann að svíða lappir. Matgæðingurinn á sér sína uppáhalds máltíð: Koníakslegin nautalund með serbneskum trufflum og hégóma. Með er: sýndarmennska í danskri gráðaostasósu, smátt skorið brokkolí með súkkulaðihjúp og sjálfumgleði. Í forrétt er síldarselfie. Í eftirrétt egósentrískar rækjur. Matgæðingurinn drekkur eitthvað franskt með þessu. Til dæmis 2016 árganginn af Peugeot 5008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Árið 1991 fann fjölmiðillinn DV upp orðið „matgæðingur“. Ég hef ekki skoðun á því hvort þetta er gott orð eða slæmt. Fyrirbærið er hér til umfjöllunar. Matgæðingnum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Það er alltaf verið að segja okkur hvað hann ætlar að éta um næstu helgi eða hvar hann át í gær. Og hann dregur ekki við sig að kynna það alþjóð hverjum hann býður í mat. Flottast er ef matgæðingurinn kemur úr einhverri þeirri stétt manna sem ætti helst ekki að hafa hundsvit á mat – því þá kemst hann í sjónvarpið og kennir okkur að elda lambalund eða rauðsprettu. Karlmenn gefa sig frekar út fyrir að vera matgæðingar en konur. Liggur þar líklegast undir aldagömul ánauð kvenna við hlóðir, potta og spansuðuhellur – að elda þverskorna ýsu. Og graut. Matgæðingar standa ekki í svoleiðis, þeir elda bara fínt – þegar ekki er eldað ofan í þá. En það er bara til tilbreytingar sem þeir borða heima hjá sér. Þeir eiga að vísu krakka sem borða ristað brauð með smjöri og osti og graðga í sig Cheerios og súrmjólk – en það borðhald þekkir matgæðingurinn ekki. Hann er í svokölluðum „bröns“ þegar krakkadýrin seðja sárasta hungrið. Matgæðingurinn borðar ekki saltað hrossakjöt og ekki signa ýsu, hann gerir ekki kindakæfu og ekki kann hann að svíða lappir. Matgæðingurinn á sér sína uppáhalds máltíð: Koníakslegin nautalund með serbneskum trufflum og hégóma. Með er: sýndarmennska í danskri gráðaostasósu, smátt skorið brokkolí með súkkulaðihjúp og sjálfumgleði. Í forrétt er síldarselfie. Í eftirrétt egósentrískar rækjur. Matgæðingurinn drekkur eitthvað franskt með þessu. Til dæmis 2016 árganginn af Peugeot 5008.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun