Hvorki áberandi né kerfisbundið að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2018 12:17 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30
Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00