Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. september 2018 12:30 Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4. Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4.
Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37
Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28
„Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45