Heimsklassa djasskonur spila Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2018 08:15 Drottning dönsku djasssenunnar, Marilyn Mazur, ásamt tíu kvenna hljómsveit sinni en hún var í hljómsveit goðsagnarinnar Miles Davis forðum daga. Sunnudaginn 2. september verður Jazzhátíð Reykjavíkur þjófstartað með skemmtilegu „jam-session“ á Bryggjunni Brugghúsi kl. 20 þar sem aðgangur er ókeypis. Jazzhátíðin sjálf hefst hins vegar miðvikudaginn 5. september með skrúðgöngu frá Lucky Records við Hlemm kl. 17 og gengið verður að Borgarbókasafninu þar sem hátíðin verður formlega sett. Það sem er nýtt í ár er að dagskráin færist úr Hörpu yfir á fleiri staði en einnig er í ár lögð áhersla á fleiri konur í djasstónlist. Sex konur eru í fararbroddi atriða á hátíðinni í ár auk Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur sem leiðir skrúðgönguna í ár. „Í dag er mikið hugað að jöfnum möguleika kynjanna og í djassgeiranum eru konur í miklum minnihluta. Þetta á ekki bara við hér á Íslandi, þó svo að við séum kannski á eftir samanburðarþjóðum í þessum málum. Við í stjórn hátíðarinnar trúum því að með því að flytja inn heimsklassa kvenkyns hljómleikafólk gefum við kvenkyns tónlistarnemendum fyrirmyndir. Stelpur spila líka djass,“ segir Leifur hátíðarhaldari og tónlistarmaður.Jazzhátíð í ReykjavíkVirku dagana fara tónleikar fram í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnarbíói sem eru í göngufæri hvert við annað en helgardagskráin fer fram á Grand Hóteli og í Gömlu kartöflugeymslunum. Meginuppistaðan á hátíðinni er það helsta úr íslensku djasssenunni, en einnig eru flutt inn nokkur atriði frá útlöndum. Hægt verður að kaupa staka miða á alla viðburði á Jazzhátíð en einnig eru í boði afsláttarpakkar á 4, 6 eða 8 tónleika. Miðasala fer fram á tix.is og dagskrána í heild sinni má finna á reykjavikjazz.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sunnudaginn 2. september verður Jazzhátíð Reykjavíkur þjófstartað með skemmtilegu „jam-session“ á Bryggjunni Brugghúsi kl. 20 þar sem aðgangur er ókeypis. Jazzhátíðin sjálf hefst hins vegar miðvikudaginn 5. september með skrúðgöngu frá Lucky Records við Hlemm kl. 17 og gengið verður að Borgarbókasafninu þar sem hátíðin verður formlega sett. Það sem er nýtt í ár er að dagskráin færist úr Hörpu yfir á fleiri staði en einnig er í ár lögð áhersla á fleiri konur í djasstónlist. Sex konur eru í fararbroddi atriða á hátíðinni í ár auk Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur sem leiðir skrúðgönguna í ár. „Í dag er mikið hugað að jöfnum möguleika kynjanna og í djassgeiranum eru konur í miklum minnihluta. Þetta á ekki bara við hér á Íslandi, þó svo að við séum kannski á eftir samanburðarþjóðum í þessum málum. Við í stjórn hátíðarinnar trúum því að með því að flytja inn heimsklassa kvenkyns hljómleikafólk gefum við kvenkyns tónlistarnemendum fyrirmyndir. Stelpur spila líka djass,“ segir Leifur hátíðarhaldari og tónlistarmaður.Jazzhátíð í ReykjavíkVirku dagana fara tónleikar fram í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnarbíói sem eru í göngufæri hvert við annað en helgardagskráin fer fram á Grand Hóteli og í Gömlu kartöflugeymslunum. Meginuppistaðan á hátíðinni er það helsta úr íslensku djasssenunni, en einnig eru flutt inn nokkur atriði frá útlöndum. Hægt verður að kaupa staka miða á alla viðburði á Jazzhátíð en einnig eru í boði afsláttarpakkar á 4, 6 eða 8 tónleika. Miðasala fer fram á tix.is og dagskrána í heild sinni má finna á reykjavikjazz.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira