Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 10:26 Sigurður Þórðarson og Julian Assange. Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018 WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira