Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 10:26 Sigurður Þórðarson og Julian Assange. Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018 WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira