Kínversk lög og íslensk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 09:00 Magnús segir kínverskuna ekki eins erfiða og hún hljómi – aðalatriðið sé að ná taktinum. Fréttablaðið/Anton Brink Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira