Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2018 20:00 Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði. Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði.
Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira